Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 56
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
53
að þeir síra Hálfdán í Felli og Sæmundur fróði hafi verið
saman í Svartaskóla. En síra Hálfdán dó árið 1568, en Sæ-
ftiundur fróði árið 1183, eins og kunnugt er, og munar
hér hvorki meira né minna en 435 árum, miðað við dánar-
ár þeirra. Þetta má þó raunar heita eins dæmi. En hitt er
algengt, að nokkuru skakki, og stundum svo miklu, að
sýnt verður, að atburðir, sem hljóta að vera óháðir hvor
öðrum, eru tengdir saman og orsakasamband knýtt á milli
Þeirra. Þessu til skýringar ætla ég að taka til athugunaí*
eina sögu. Er það hin alkunna saga af Sels-Móra eða Þor-
Qarði (Þjóðs. J. Á. I, 388—91).
Það er upphaf þeirrar sögu, að hjón nokkur bjuggu á
Bútsstöðum fyrir framan Elliðaár. Hjá þeim var vinnu-
uiaður, sem Þorgarður hét, og var það í flimti, að konan
héldi við hann fram hjá manni sínum. Varð bóndi að
ganga að hinum óvaldari verkum, hvernig sem viðraði, en
Þorgarður sat heima. Eitt vetrarkvöld í byl, er bóndi hafði
staðið yfir fé um daginn, kom hann ekki heim. Morguninn
eftir var farið að leita hans, og fannst hann þá í Elliða-
ánum með áverka af manna völdum, er ætlað var, að hefði
dregið hann til dauða. Grunur féll á Þorgarð vegna þess
°rðs, er á lá, og þótt hann þrætti, var hann dæmdur til
lífláts eða ærinna fébóta. í þennan tíma bjó maður á Seli
á Seltjarnarnesi, er Jón hét, orðlagður ríkismaður. Fer nú
Þorgarður til Jóns og heitir á hann að lána sér fé til þess
að leysa líf sitt. Var Jón tregur til, en gekkst þó hugur
við sárbeiðni hans. Fór hann að telja lausnargjaldið fram
á borðið, en í því kom Guðrún, kona Jóns inn í stofuna.
Er hún veit, hvað Jón ætlar að gera við fé þetta, sópar
hún öllum peningunum af borðinu ofan í kjöltu sína og
kveður lítið mannkaup í Þorgarði, og verði hver að líða
íyrir sínar gjörðir. Segir Þorgarður þá, að ekki muni að
svo stöddu skilið með þeim, og skuli hann fylgja þeim
hjónum og ætt þeirra 1 níunda lið. Síðan fór Þorgarður og
var tekinn af. Þótti hann þegar ganga aftur og sækja að
Selshjónum og einkum Guðrúnu, enda var hann ávallt tal-
inn verri í kvenlegginn.