Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 57
54
Guðni Jónsson
Skírnir
Manndráp það, sem hér ræðir um, er tvímælalaust morð
ið á Árbæ við Elliðaár 22. sept. 1704, er greinilegast er
skýrt frá í Vallaannál (Annálar Bókm.fél. I, 468—70).
Morðinginn hét Sigurður Arason (Þorgarður í þjóðsög-
unni), og vann hann ódæðisverk þetta fyrir áeggjan konu
þess, er myrtur var. Líkið fannst í Elliðaánum, eins og
þjóðsagan segir, en missögn er það, að fólk þetta hafi átt
heima á Bútsstöðum. Að öðru leyti hirði ég ekki að rekja
nánara atvik málsins, því að hér er einungis um athugun
á tímatali að ræða. Samkvæmt þjóðsögunni hefðu þau Jón
og Guðrún á Seli, sem bæði eru sögulegar persónur, átt
að vera farin að búa á Seli, er morð þetta var framið árið
1704. Við rannsókn á því efni, kemur í ljós, að þetta fær
alls ekki staðizt. Jón á Seli var Ólafsson, sonur Ólafs
Benediktssonar á Seli og Höllu Bergsteinsdóttur, konu
hans. I manntali 1703, árið áður en morðið var framið,
er Jón heima hjá foreldrum sínum, talinn 13 ára gamall
(f. um 1690). Hann lézt árið 1762 (grafinn 7. ágúst). I
manntali það sama ár er Guðrún Árnadóttir á Seli (ekkja
Jóns) talin 67 ára gömul. Hún er því fædd um 1695, og
hefir verið aðeins 9 ára gömul, þegar umrætt morð var
framið. Guðrún dó árið 1766 (grafin 23. jan.). Af þess-
um athugunum kemur það fullskýrt fram, að um alvarlega
tímatalsvillu er að ræða í þjóðsögunni, sem haggar verulega
við sjálfum grundvelli hennar. Það er með öðrum orðum
sýnilega ómögulegt, að morðinginn hafi getað snúið sér til
Jóns og Guðrúnar á Seli um hjálp, þar sem þau eru þá
bæði börn að aldri og fara ekki að búa á Seli fyrr en á
að gizka 12—15 árum síðar. Það er einnig annað atriði
í frásögn þjóðsögunnar, sem nægir til að ósanna hana.
Um það leyti sem morð þetta var framið, það er í byrjun
18. aldar, hefði það verið óhugsanda frá réttarfarslegu
sjónarmiði hér á landi, að einfaldur morðingi hefði átt
kost á því að leysa líf sitt með fé, og blandar þjóðsagan því
hér saman við endurminningum um miklu eldra réttarfar.
1 síðara hluta þessarar sömu sögu kemur einnig fyrir
önnur tímatalsvilla, sem haggar verulega við undirstöðu