Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 58
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
55
þjóðsögunnar. Til þess að gera grein fyrir henni skal stutt-
lega minnzt á það fólk, sem við sögu kemur. Einkadóttir
þeirra Jóns og Guðrúnar á Seli hét Þorgerður. Erfði hún,
segir sagan, allan auð þeirra Selshjóna og ættarfylgjuna
1 ofanálag. Hygg eg, að af Þorgerði hafi draugurinn Ifeng-
ið nafnið Þorgarður, og er það að vísu aðeins tilgáta. Þor-
gerður hefir verið fædd um 1728, því að hún er talin 65
ára gömul, er hún deyr hjá Bjarna, syni sínum, á Hliði á
Álftanesi þann 10. júní 1793. Hún giftist um eða litlu eft-
ir 1750 Halldóri Bjarnasyni, merkum bónda í Skildinga-
íiesi (d. 19. jan. 1779, 65 ára gamall). Tvö börn þeirra
eru nefnd við söguna, Bjarni á Hliði, síðar í Sviðholti,
^nerkismaður og skólaráðsmaður á Bessastöðum (d. 1828),
°g Jórunn, er giftist Eyjólfi Jónssyni stúdent á Skógtjörn
á Álftanesi (d. 1825). Svo virðist sem Jórunn Halldórs-
dóttir hafi einkum erft ættarfylgjuna Móra, og segja þó
sumir, að maður einn á Álftanesi, er hún neitaði um eigin-
°f'ð, hafi sent henni aðra sendingu. Eftir að hún giftist
Eyjólfi, fór að brydda á því, að hún hefði geðbrest nokk-
Ul’n, og síðast varð hún brjáluð með öllu, segir sagan. Ber
það saman við prestsþjónustubók Garða, sem segir, að
Jórunn hafi andazt þann 21. maí 1793 „eftir langa legu
°g sansaleysi". Hefir orðið mjög skammt á milli þeirra
^oseðgnanna, Þorgerðar og Jórunnar, aðeins tæpar 3 vikur.
Þau Eyjólfur og Jórunn áttu eina dóttur, er hét Þor-
gerður, eftir ömmu sinni. Segir nú sagan svo frá, að Þor-
gerður Eyjólfsdóttir giftist síra Eggerti Bjarnasyni, er
fyrst var prestur í Klausturhólum. Síðan segir svo: „Fór
hún svo austur með honum, og áttu þau börn saman. Liðu
svo fram tímar til þess Jórunn, móðir Þorgerðar, andað-
lst“ o. s. frv. Hér er beinlínis gert ráð fyrir því, að Jórunn
hafi enn verið lifandi og lifað nokkur ár eftir það, er Þor-
gerður giftist. En hér skýtur skökku við, þegar nánara
er að gætt, því að Jórunn dó rúmum 6 árum áður en Þor-
gerður og síra Eggert giftust. Eins og fyrr segir, dó Jór-
Uun árið 1793, en þau síra Eggert og Þorgerður giftust
þann 10. okt. 1799. Frásögn þjóðsögunnar um för Þor-