Skírnir - 01.01.1940, Side 60
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
57
brenglast meira og minna, óskyldum viðburðum er blandað
saman, tímatalið fer á reik o. s. frv. Stundum stendur
beinagrindin ein eftir, en hold og blóð er skáldskapur
einn. Þjóðsagan dýpkar og stækkar myndirnar af mönn-
um og viðburðum. Þar er, eins og skáldið segir, „elda-
sveinninn tröll, en bjarndýr rakkinn".
Ekki get eg skilizt svo við þetta mál, að eg minnist ekki
að lokum þeirra bókmennta með Islendingum, sem eiga sér
líkasta forsögu og þjóðsögurnar, enda einnig að öðru leyti
líkar þeim um margt. Það eru íslendingasögurnar. Al-
kunnugt er, að báðar þessar bólanenntagreinir, íslendinga-
sögurnar og þjóðsögur síðari alda, eiga sameiginlega rót
og uppsprettu í munnlegum alþýðusögnum, sem gengið
hafa frá manni til manns, kynslóð fram af kynslóð. Meðal-
aldur íslendinga sagnanna í munnlegri mynd er um 200—
250 ár, sumra enn lengri. Sú er líka raunin á, að til dæmis
í mannfræði íslendinga sagna má benda á allar þær teg-
undir missagna, sem koma fyrir í þjóðsögunum og nefndar
voru hér að framan, og skortir þó mjög á, að komið verði
við slíkum samanburði eins víða í Islendingasögunum og
í þjóðsögunum, vegna heimildaskorts. Þegar þess er gætt,
hvernig hin munnlega arfsögn segir frá atviki eins og t. d.
dauða Helga í Rauðsdal aðeins 80 árum síðar eða frá til-
efninu til morðsins í Síðumúla eftir álíka langan tíma og
sögur eins og Laxdæla og Njála eiga að hafa verið á alþýðu
vörum, þá fer ekki hjá því, að sú spurning vakni, hvort ís-
lendinga sögurnar séu ekki í raun og veru eins konar ís-
lenzkar þjóðsögur 13. aldar, þar sem sögulegar minning-
ar eru ofnar saman við þjóðlegan skáldskap margra kyn-
slóða. Þetta er vissulega engin nýjung, en mér finnst at-
hugun á þjóðsögum síðari tíma styðja mjög eindregið
skoðun þeirra manna, sem líta á Islendinga sögurnar sem
*ujög varhugaverðar sögulegar heimildir. Listrænt gildi
þeirra þarf eigi að rýrna við það.