Skírnir - 01.01.1940, Page 62
Bleikur
59
Skírnir
Ég ók mér og breiddi betur á mig sængina. Það gnast
ömurlega í súðum bátsins, þegar hann nérist við hin
skipin, og í reiðanum þaut stormurinn og lék sér að því
að dangla slöku tói í aftursigluna. Átti ég ekki annars
að fara fram úr og ná mér í einhverja skruddu að líta í?
Skyndilega heyrði ég skarka í bílhemlum. Nú skip-
stjórinn var sjálfsagt að koma sunnan úr Firðinum. Ég
teygði mig aftur fram úr og leit á klukkuna. Tvö. Æjá,
hann mátti gjarnan fara að leggja sig. Mundi hann ekki
einmitt hafa lent á því? . . . Nú heyrði ég fótatak á þil-
farinu og svo mannamál. Það voru þá einhverjir með
honum. Jú, auðvitað hafði hann lent á því, og svo hafði
hann tekið einhverja hlunka með sér. Nú, það var þá
kannski ekki friðar að vænta, drukkið til morguns! Það
gat ég bölvað mér upp á.
— Gerið þið svo vel, vinirnir, heyrði ég sagt frammi
í ganginum. Svo opnaðist hurðin, og inn kom — ekki
skipstjórinn, heldur Símon Ólafsson koparhaus.
Símon var Vestfirðingur eins og ég. Hann var fædd-
ur og uppalinn í sveit, en um tvítugt hafði hann gerzt
sjómaður, flutzt stuttu síðar suður á land, lært sjó-
mannafræði og orðið skipstjóri. Hann varð fljótlega
frægur aflamaður, var annálaður fyrir þrek og áhuga,
en um leið reglusemi og prúðmennsku. Menn sóttust
eftir að fá hann á skip sín, og ekki hafði hann lengi ver-
ið skipstjóri, þegar hann stjóimaði fallegustu og vönd-
uðustu fleytunni í vélbátaflotanum syðra.
En svo var það einn góðan veðurdag, þegar skip Sím-
°nar lá í höfn í Reykjavík að lokinni losun, að hann
kom allmikið drukkinn til útgerðarmannsins, en hæg-
iátur að vanda.
■— Vertu sæll, sagði hann og rétti fram höndina.
— Þakka þér fyrir allt gott, vinurinn. Ég er farinn.
Étgerðarmaðurinn glápti á hann:
-— Ertu farinn — farinn hvert?
— Alfarinn af skipinu, vinurinn.
— Og . . . og hvert?