Skírnir - 01.01.1940, Page 63
60
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
— Og ég veit það ekki. Ég ætla að fara að svipast
um eftir honum Bleik. Og áður en varði, snaraðist Sím-
on á dyr.
Útgerðarmaðurinn leitaði hann uppi aftur og aftur
næstu dagana, en Símon var alltaf drukkinn. Og hann
vildi ekki víkja einu einasta orði að útgerð eða skip-
stjórn. Loks gafst þá útgerðarmaðurinn upp.
Síðan þetta gerðist hafði Símon ávallt verið meira og
minna ölvaður, nema þegar hann var forfallaður vegna
peningaleysis. Hann hafði aldrei ráðið sig í fast skips-
rúm, en öðru hverju farið út í eina og eina veiðiför á
þessu eða hinu skipinu, þegar maður hafði fatlazt frá
vegna veikinda eða af öðrum orsökum. Oftast var Símon
einn við drykkju, en þó að hann af tilviljun lenti í mis-
jöfnum félagsskap, þá var hann æfinlega prúðmennsk-
an sjálf. Yrði einhverjum á að dangla til hans, en það
kom ekki fyrir aðra en þá, sem ekkert þekktu hann, þá
brá hann hausnum fyrir, og enginn hafði orðið þess var,
að Símon hefði svo mikið sem fengið svima af höggi,
Vegna þessa hafði honum svo verið gefið nafnið kopar-
haus.
Fyrir kom það, þegar hann fór út á skipi, að skipstjóri
sagði við hann:
— Símon minn, hvar mundir þú nú hafa fleygt lóð-
unum?
Simon þagði alltaf um stund, en síðan svaraði hann
ávallt því sama til:
— Þú tekur feil á mönnum, vinurinn. Það er ekki
Símon Pétur, sem þú ert að tala við, heldur Simon kopar-
haus.
. . . Og nú var Símon háseti á Sæljóninu, hafði verið
fenginn í staðinn fyrir einn hásetann, sem lá á Lands-
spítalanum eftir uppskurð . . . Símon var aðeins búinn
að vera með okkur eina veiðiför, en það var víst um
það, að hvorki þurfti að kvarta undan dagfarinu hans
né verkshættinum.
Þarna var svo Símon kominn um hánótt niður í káetu