Skírnir - 01.01.1940, Page 64
Skírnir
Bleikur
61
til mín — með einhverja bölvaða drykkjudela í eftir-
dragi. Það vantaði nú ekki annað en að ég liði honum
svona háttalag . . . Og ég reis upp í, rekkjunni og opn-
aði munninn til þess að senda Símoni tóninn.
En . . . Símon stóð nú innan við káetudyrnar og horfði
íram í ganginn . . . Nú, hvað var þetta? Það var hreint
enginn frammi! Það sá ég greinilega, því að ljósið úr
káetunni lýsti alveg fram að stiga. Við einhvern eða ein-
kverja hafði Símon verið að tala — ja, verið að bjóða
þeim að koma inn . . . Og nú sagði hann:
— Svona, vinirnir, komið þið nú inn. Síðan lokaði
kann hurðinni. — Fáið ykkur sæti, vinirnir. Ojá, hún er
þi'öng, káetugreyið, en þó ekki svo mjög fyrir þrjá, og
þröngt mega sáttir sitja. O, það held ég.
Var hann syngjandi vitlaus, karlinn? Var hann nú
kominn með delluna? Það var kannski ekki vonum
íyrr! Hnú, en engum gerði hann svo sem neitt, svona
«inn, og það var nógu gaman að heyra, hvað hann kynni
að finna upp á að segja!
Hann virtist ekki gefa mér minnsta gaum, þó að ég
sæti nú uppi í rekkjunni. Hann skimaði fram og aftur
um káetuna og mælti síðan:
-— Jæja, vinirnir. Fer ekki vel um þig þarna, Jónas
minn? Hallaðu þér upp í hornið, Þorsteinn, því að ég
mtla að tylla tortunni þarna hjá þér . . . Ha? Jú, það er
gott og blessað . . . Já, ég ætla rétt að leyfa mér að
bjóða ykkur svolítinn leka, fyrst þið hittið nú svona á,
að ég skuli eiga það. Annars er ég ekki vanur því, að
v®ra að hella þesskonar í menn. Ég er vanastur því að
væta sjálfum mér á því. En gamlir leikbræður manns,
Ojá, vinirnir. Engum hefi ég víst trúað um dagana eins
°& ykkur . . . Ha? Óekkí. Simmi hefir nú ekki verið að
Eíka sínu — ekki fullur heldur . . . Langt er nú síðan
^aður hefir sézt.
Hann tók þrjú staup upp úr vasa sínum, setti þau á
borðið, eitt bakborðsmegin og tvö á stjórnborða. Svo
uáði hann í flösku úr rassvasanum og hellti í staupin.