Skírnir - 01.01.1940, Síða 67
64
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
þið ekki hafa heyrt! Víst svo, víst sagði einhver forð-
um um ræðuna, að hún skyldi vera já, já, nei, nei, —
en . . . jú, eitthvað hafið þið trúlega heyrt um Símon
koparhaus.
Hann lét höfuðið síga og sat langa stund steinþegj-
andi. Svo leit hann upp, og augnaráðið var fast og
ákveðið:
— Þið eruð nú, vinirnir, einmitt þeir einu, sem mér
er eiginlega ekki sama um, enda einu manneskjurnar,
vandalausar, sem ég hefi nokkuð kynnzt að ráði um æf-
ina. Já, og þið gátuð þagað — í gamla daga, þó að mað-
ur fyndi upp á einhverju. Tjá, vinirnir, humm, — ég
hefi lengi fundið eins og hvöt hjá mér til þess að láta
ykkur vita allt eins og það er. Það er nefnilega svoleið-
is, eins og ég sagði áðan, að þið eruð einu mannkind-
urnar í veröldinni, sem mér er ekki álíka sama um og
marglyttuna í sjónum. Humm, já, vinirnir.
Hann tók eitt staupið, lyfti því og sagði:
— Skál!
Síðan greip hann hin og saup líka á þeim. Svo sat
hann álútur nokkur augnablik, en leit því næst brosandi
upp í skjáinn:
— Það er fallegt í Múla, fallegt, vinirnir, — og meira
en það, humm.
Nú sýndist hann festa augun á einhverjum:
— Ja, þið munið það náttúrlega, að þangað fór ég,
þegar hún mamma dó og búið var að selja reiturnar.
Ójá, vinirnir.
Hann blés þungan. Svo hristi hann höfuðið:
— Jahá, þið gónið á mig, humm.
Enn varð þögn. Svo frekar lágt:
— Nú er Guðlaug dáin, — já, það eru nokkur ár
síðan — meira að segja. En þá var Guðlaug ung, en
Þórarinn var gamall og skeggjaður og farinn að hær-
ast . . . Ég hafði svo sem ekki séð margt kvenfólk, og
að engum kv.enmanni hafði ég dáðst, ekki sem kven-
manni, skal ég segja ykkur, vinirnir. Þær, sem ég hafði