Skírnir - 01.01.1940, Síða 70
Skírnir
Bleikur
67
veit aldrei, hvað að mér kom, enda sagði ég ekki meira.
Ég snéri mér við, greip silungana, sem oltið höfðu í sand-
inn, og stikaði stórum heim til bæjar.
— Þið skiljið það nú, vinirnir, að ég bætti þarna gráu
ofan á svart með því að þjóta svona af stað. Ojá, ég held
ég hafi hagað mér þarna nokkurn veginn eins og fífl.
Ég tók líka eftir því, að hún var breytt í framkomu
gagnvart mér á eftir. Hún var ósköp fálát, og ég tók
eftir því, að hún horfði stundum mjög einkennilega á
mig . . . Og ég . . . ég var eins og í eldi eftir þetta. Ég,
strákurinn, og hún, sjálf konan í Múla, fallegasta kon-
an í sveitinni og kannski, — já, ég hefi enga séð eins
fallega fyrr eða síðar, en það er nú trúlega ekki að
marka minn dóm um það, vinirnir. Ég forðaðist hana
eins og ég gat, en hitt gat ég ekki forðazt, að hún stæði
mér fyrir hugskotssjónum í vöku og svefni.
Eina nóttina dreymdi mig það, að ég stæði uppi í
hvolfinu ofan við bæinn og horfði á reynihrísluna og
andaði að mér ilminum. Mér þótti hún vera með rauð-
um berjum, og blöðin voru svo dásamlega græn. En allt
í einu var þetta ekki lengur reynihríslan. Allt í einu var
það h ú n, sem stóð þarna eins og guð hafði skapað
hana, stóð þarna upp úr sjálfri jörðinni, með græn blöð
á drifhvítum brjóstunum og sveig úr rauðum reyniberj-
um um dökkt og gljáandi hárið. Og svo sagði hún:
-— Það er fallegt í Múla.
Og þá sagði ég:
— Já, nú ,er fallegt í Múla.
Svo rétti ég fram hendurnar, og þá var það ekki leng-
ur hún. Þá var það reynihríslan. Og ég vaknaði við það,
ég rak fingurgómana í súðina yfir rúminu mínu . . .
Ojæj a, vinirnir.
Upp frá þessu var það svo, að ef ég sá hana Guðlaugu,
hljóp blóðið fram í kinnarnar á mér. En hún var svo
sem ekki að spila mér til. Hún talaði áreiðanlega ekki
annað við mig en það, sem hún nauðsynlegast þurfti. Ég
hugsaði, að auðvitað hefði hún á mér fyrirlitningu. Auð-
5*