Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 71
68
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
vitað hafði hún séð, hvers kyns var. Ef hún hefði nú
verið eins heimsk og stjórnlaus eins og ég — þá hvað?
Ja, þá hefði það fyrst verið fallegt — eða hitt þó held-
ur! Hún gift kona, gift mesta manni í sveitinni, frænda
prófastsins og vildarvini sjálfs sýslumannsins — og
svo ég!
Einn morgun var suðvestan afspyrna með feiknaregni.
Allir lækir urðu að ám, og allt flaut alstaðar. Féð var
farið að sækja mikið í túnið, en Þverá var yfir að fara,
eins og þið náttúrlega þekkið til, vinirnir, og nú var ég
hræddur um, að ærnar mundu drepa undan sér, ef þær
settu sig í ána. Ég stóð svo yfir þeim allan daginn og
fram á nótt. Seint á deginum þornaði hann upp, og upp
úr miðnættinu var áin farin að minnka svo, að ég taldi
ekki ástæðu til að óttast um lömbin. Ég labbaði þess
vegna heim á leið, og var nú orðinn svangur og hálf-
slæptur, vinirnir.
Klukkan hefir líklega verið eitthvað að ganga þrjú,
þegar ég kom heim á hlaðið. Mér varð litið upp í glugg-
ann. Og hvað haldið þið, vinirnir, að ég hafi séð? Hvað
annað en andlitið á húsmóðurinni, og ég sá ekki betur
en að hún brosti bara, þegar hún sá mig. Ég snarstanz-
aði. Svo tók ég strikið frá bænum og þeyttist niður að
sjó. Blessuð sólin kom upp. Það var stillilogn, og það fór
að rjúka upp úr jörðinni áður en kominn var miður
morgunn . . . En ég æddi þarna fram og aftur um grund-
irnar fyrir ofan sjóarhúsin, og það suðaði og suðaði fyr-
ir eyrunum á mér:
— Hún hefir verið hrædd um þig. Hún hefir vakað
eftir þér. Hún elskar þig. Hún elskar þig.
Ég kom ekki til bæjar fyrr en ég var búinn að smala
morgunsmalamennskuna. Guðlaug spurði mig, hvað orð-
ið hefði af mér þarna um nóttina. Ég sagði, að ég hefði
ekki, þegar til kom, þorað að yfirgefa lambféð. Ég hefði
farið aftur út fyrir Þverá. Hún sagði þá, að það væri
mikið, að ég væri ekki dauður úr sulti, en ég gaf svo
sem ekkert út á það, var ekki upplitsdjarfur, vinirnir.