Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 72
Skírnir
Bleikur
69
Og ekki varð ég það frekar, þegar hún ruddi á borð
fyrir mig allskonar góðmeti — eins og ég væri einhver
hefðargestur.
Ég forðaðist hana ekki síður en áður, eftir að þetta
hafði gerzt. Ónei, vinirnir, nema frekar væri. Ekki skyldi
ég reynast sá aumingi, að nota mér það, sem ég vissi.
Hún móðir mín heitin átti það upp á mig, fannst mér,
að ég sýndi af mér einhvern manndóm, og Guðlaug átti
það sízt skilið, að ég reyndist henni ódrengur. Og gat
ég vænzt þess, að verða yfirleitt nokkuð að manni, ef ég
sýndi nú ekki af mér þá manndáð að standast þessa
fyrstu verulegu raun, sem lífið hafði látið mig komast
í? Ég trúi líka, vinirnir, að ég hafi á vissan máta fundið
mig útvalinn, fyrst með því, að fegursta konan, sem ég
hafði séð, skyldi festa ást á mér, og svo með hinu, að
sjálfsafneitunarraunin skyldi vera á mig lögð.
Svo leið og beið fram undir vertíðarlokin. Þá var það,
að ég gekk einn sunnudag inn að Langá að afloknum
húslestri. Ég settist þar í hvamm og horfði út á ána, sem
seddi þarna fram hjá, skolleit og mikilúðleg. Þið getið
nú aldeilis hugsað ykkur, vinirnir, hvað mér var ríkast
í huga. Já, ojá, — ég sá hana fyrir mér, skynjaði hana
alveg hjá mér. Mér fannst ég ekki þurfa nema rétta út
hendurnar, og ég fann, að ég var eldheitur í framan.
Skyndilega heyrði ég svo fótatak. Ég leit við. Og hún
— hún var þarna þá komin. Ég strauk mér yfir aug-
un og renndi niður munnvatni til þess að væta á mér
hálsinn. Jú, vinirnir, það var ekkert um að villast. Hún
stóð þarna, og ég spratt á fætur og skimaði. Það voru
klettar á þrjá vegu, aðeins mjó grasræma á árbakkan-
um neðan við hvamminn, og einmitt þar stóð hún. Hún
sagði:
-— Hvað er þetta, Símon minn? Hvað er að sjá?
Hvernig ertu yfirleitt í seinni tíð?
— Ekkert, ekkert, svaraði ég út í hött — eins og bein-
asni, og það voru skrælþurrar á mér kverkarnar . . . Þar
Vai' nú reynslustundin komin! Hvað ætlaði ég nú að