Skírnir - 01.01.1940, Side 73
70
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
gera? Nú var að vera maður eða vera það ekki . . . Ef ég
. . . ef ég . . . þá var allt þúið ... þá varð ekki snúið aftur.
Hún hló einkennilega, já, hún hló óeðlilega. Ég heyrði
það, ég heyrði það. Og nú leit ég á hana. Hún opnaði
munninn . . . Nú, kæmi það, sem ekki mátti koma — og
hvað þá?
— Sí-mon . . .
Ég nötraði og skalf og skotraði augunum örsnart til
klettanna, en síðan út á ána. Svo tók ég undir mig stökk
og þeyttist út í strenginn. Um leið og ég fór á kaf, heyrði
ég skerandi vein. Ég var sæll í ísköldu jökulvatninu.
Þetta vein fór eins og himneskur ylur um mig allan. Það
leið ekki á löngu, þangað til ég kom við botn með fótum
og höndum, og svo tókst mér að fóta mig. Vatnið tók
mér þá ekki nema í mitti. Mig hafði borið inn og yfir að
eyri, sem var nokkru neðar en hvammurinn, innan ár-
innar. Og eftir svo sem hálfa mínútu stóð ég uppi á eyr-
inni, berhöfðaður og hundvotur.
Guðlaug kallaði:
— Símon, Símon!
En ég anzaði ekki, og‘ ekki leit ég um öxl. Ég tók á
rás inn og upp í hlíð. Þegar ég var kominn svo sem
klukkutíma gang frá Múla, stanzaði ég og fór úr föt-
unum, vatt þau og þurrkaði þau á steirii. Um kvöldið
kom ég að Boleyri og náði þar á vélbát, sem var á leið
út í Tangakaupstað. Ojæja, vinirnir.
Nokkru seinna voru mér send fötin mín, og svo fékk
ég pláss á síldarbát. Nú, eins og þið vitið, vinirnir, fór
ég um haustið til Reykjavíkur, og svo gekk allt eins og
í sögu. — O, það held ég. Falleg var hún, fleytan, sem
ég stýrði seinasta árið, sem ég fékkst við skipstjórnina,
en fallegri hefðu þær orðið, sem hefðu fleytt mér seinna,
vinirnir . . . En svo kom dálítið fyrir, — já, ósköp lítið
og ómerkilegt í ykkar augum, vitaskuld.
Þið haldið nú kannske, að ég hafi gleymt henni strax,
þeirri manneskju. Þeir voru að undrast það, sumir, að
ég skyldi ekki vingsa mér neitt í kringum kvenfólk. Þeir