Skírnir - 01.01.1940, Síða 74
Skírnir
Bleikur
71
sögðu sem satt var, að mörg væri nú skútan fallega af-
pússuð, sem sæist undir seglum í henni Reykjavík. En
nei, ónei. Ég sá aldrei kvenmann nema eins og kind í
haga eða stein í vegg. Þær styttu pilsin hér á árunum,
en það verkaði hvorki á sjón né sinni hjá mér. Og ekki
lokkaði hún mig, málningin. Ég átti heiman úr sveitinni
minni þá mynd, sem ég kærði mig ekki um að fleygja
vegna þessara nýmóðins málverka. Ég sá sól og svani,
þegar ég hugsaði til hennar, og ég sá reyniber og
fann skógarangan suður á Eldeyjarbanka og norður á
Grímseyjarsundi. Hafi nokkur þótzt eiga nokkurs góðs
göfugs að minnast, þá var það ég.
. . . Símon strauk skeggið og rykkti sér síðan til á
bekknum.
— Jamm, jamm, sagði hann hátt. Svo lækkaði hann
i’óminn: — Það var einu sinni, að ég kom inn með afla
á honum Skrúð og lagðist hérna við sömu uppfyllinguna
°& Sæljónið liggur við núna. Ég labbaði hérna dálítið
UPP eftir, vinirnir, og þá mætti ég honum Jóni frá Bol-
eyri, gömlum kúnningja okkar allra. Hvað haldið þið
svo, að hann hafi sagt við mig?
-— Veiztu það, Símon, að það er gömul húsmóðir þín
bérna í bænum núna?
Ég greip í handlegginn á honum og hristi hann:
— Hvað segirðu, maður? Ég hafði ekki átt nema
eina húsmóður um dagana, vinirnir, fyrir utan hana
^óður mína sálugu.
■— Hvað er þetta? Því læturðu svona? sagði hann
Jón. Hann hefir kannske fundið til í handleggnum, vin-
iinir.
— Ég var að spyrja, hvað þú segðir, sagði ég og los-
aÓi takið.
— Ég var að segja, að það væri gömul húsmóðir þín
hérna í bænum núna. Hún liggur hérna á Landakoti,
hún Guðlaug í Múla.
— Á Landakoti? Er hún þá veik, er hún þá veik,
maður?