Skírnir - 01.01.1940, Síða 77
74
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
ég ætla að skreppa á eftir út í ver til mannsins míns, og
nú langar mig til að biðja þig að svipast fyrir mig ,eftir
honum Bleik.
Ég veit ekki, hvort ég hefi setið nokkur augnablik
eftir að hún sagði þetta, en ég held, að ég hafi staðið
upp strax og farið út. Ég kvaddi hana víst ekki . . . Síð-
an hefi ég ekki stígið út í skip sem skipstjóri. Búið með
það. Ójá, já, vinirnir.
Símon lyfti því staupinu, sem var tómt. Hann bar það
upp að ljósinu, snéri því á ýmsa vegu og starði á það.
Svo sagði hann:
—- Nú þarf ég að biðja ykkur að fyrirgefa, vinirnir.
Skál! Hann brá upp staupinu, líkt og hann væri að
skála við einhvern, tók síðan hin og drakk í botn. Síð-
an mælti hann: -— Hvort ég ætla ekki út í næsta túr . . .
Nei, óekkí. Það er nú ekki svo sem ég megi vera að því
. . . Hvað ég er að gera? . . . Nú, svo þið viljið g'jarnan
vita það, vinirnir. Eins og sé ekki alveg sjálfsagt að
segja ykkur það. Ég verð að halda áfram með þetta
sama og ég hefi lengst verið önnum kafinn við, síðan
þennan dag við sjúkrabeðinn hennar Guðlaugar. Betra
er seint en aldrei, segir máltækið . . . Já, hvað það er.
Það er satt, ég hefi ekki nefnt það enn þá.
Hann stóð á fætur, tók staupin af borðinu og stakk
þeim í vasa sinn, fór að þessu með mestu hægð. Svo leit
hann upp, og það var eins og hann festi augun á ein-
hverjum um leið og hann sagði hærra en hann hafði
yfirleitt talað:
— Jú, ætli maður haldi ekki áfram að svipast eftir
honum Bleik.
Hann góndi nokkur augnablik upp í skjáinn, svo snéri
hann sér við, opnaði hurðina, fór fram í ganginn, lét
með hægð aftur á eftir sér og gekk hljóðlega upp stig-
ann.
Ég sat uppi við olnboga í rekkjunni og hlustaði á
fótatakið.