Skírnir - 01.01.1940, Page 78
Snæbjörn Jónsson
Thomas Hardy
A Idarminning
Djúpskyggni andi, allt sem sást og skildir,
alvaldur listar, handar bæði og tungu,
þrotlausi brunnur hjartans miklu mildi,
málsvari veikra, er örlög hrjáðu þungu,
hötuður lygi, hræsni og yfirlætis,
hetja, sem þorðir sannleiksmálin flytja,
ótrauði vörður hverskyns hjartans mætis,
hugirnir þín af öllum löndum vitja.
Ein öld er liðin, aldir skulu líða,
eigi þó gleymast verkin listar þinnar.
Eilífa spekin, skil og skipti tíða,
skipar þér æ í frægðar salinn innar.
Fólkvaldar þínir fyrnast ekki lýðum,
fögur og göfug Tess sér dauðann eigi,
Winterborne, Marty, skýli skógar hlíðum,
skínandi lifa í nýrrar aldar degi.
Heimakiings eins mun öld óborin minnast,
Oak skal hún muna, bláu augun líka;
Bathsheba heilla — og hennar líkar finnast;
hvergi samt Tess, né geta aðra slíka.
Gleymsku mun ekki grafast Henchards saga,
greypileg eldraun falls úr hefð í grandið:
talandi kvikmynd sælda og sorgar daga.
Svo er oft lánið þyngstu raunum blandið.