Skírnir - 01.01.1940, Page 80
Baldur Bjarnason
Mexíkó
„Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og
sléttum og hraunum og sjá“.
Langt í vestri milli Atlantshafs og Kyrrahafs í suður-
hluta Norður-Ameríku liggur hið gamla, fræga æfin-
týraland Mexíkó. Land íss og elda. Það liggur mestallt
í hitabeltinu, en liggur svo hátt, að mörg fjöll eru þar
jökli hulin, en úr iðrum jarðar brýzt oft fram eldur, og
víða eru fjöllin þakin hrauni og eldfjallaösku. Á háslétt-
um landsins er sums staðar allsvalt, en þegar dregur að
sjá, hitnar loftslagið mjög, og við ströndina er steikj-
andi heitt og hávaxinn hitabeltisgróður. Það má því
segja, að land .þetta sé undarlegt sambland af „frosti
°g funa“.
Mexíkó líkist þríhyrning að lögun. Það er breiðast
uyrzt; Rio grande del Norte — Stóra-Norðurfljót —,
greinir það frá Bandaríkjunum, Norður-Ameríku; í
vestri liggja Mexíkó-flói og Karibia-haf, sem eru inn-
höf úr Atlantshafi, að austan er Kyrrahaf. Syðst nær
Það suður á Yukatanskagann, sem er hitabeltisland
með ógnþéttum, myrkum frumskógum.
Þegar Evrópumenn koma til hafnarborganna á aust-
urströnd Mexíkó, sjá þeir fyrst lágslétturnar við sjóinn,
Votlendar, gróðursælar og víða vaxnar pálmum, sums
staðar þéttum frumskógum; veðrið er þar steikjandi
heitt allan ársins hring, og hitinn gerir mönnunum erf-
itt fyrir um alla vinnu. En þegar lengra dregur frá sjó,
verður loftið svalara og þægilegra. Landið hækkar svo
smátt og smátt. Að lokum taka við fjallahlíðar, fyrst af-
líðandi og gróðursælar, síðan brattar og grýttar með