Skírnir - 01.01.1940, Page 83
80
Baldur Bjarnason
Skírnir
herteknum mönnum, en að grimmd og siðleysi komust
þær þó ekki í hálfkvisti við trúvillingabrennur og galdra-
ofsóknir Evrópuþjóðanna. Að vísu réði auðugur jarð-
eignaaðall mestu í landinu, en bændur hafa þó ekki ver-
ið nándar nærri eins kúgaðir og í Evrópu. Ríkið var ekki
keisaraveldi með hernaðareinræði eins og Spánverjar
héldu í fyrstu, heldur samband margra kynbálka, sem
hver hafði sína sérstjórn, en þeir studdu hver annan í
ófriði. Keisarinn var aðeins forstjóri þessa sambands
og höfðingi Aztekanna, sem á 15. öld urðu voldugasta
þjóð landsins. Það var höfuðógæfa Mexíkómanna, að
kynbálkar þeirra voru innbyrðis ósáttir, þegar Spán-
verjar komu til landsins, og sumir þeirra veittu Spán-
verjum lið á móti Aztekum. Þess vegna gat Cortes, leið-
togi Spánverjanna, sem aðeins hafði fáeinar þúsundir
manna, brotið ríki Aztekanna undir sig. Að nokkru
leyti var það einnig vopnum Spánverjanna að þakka,
að þeir unnu svo skjótan sigur, byssur þeirra og sverð
voru margfalt fullkomnari vopn en eirspjót og örvar
Azteka.
Montezúma, síðasti keisari Azteka, sem Cortes hafði
handtekið, féll fyrir grjótkasti sinna eigin manna, en
hann reyndi að miðla málum milli þeirra og Spánverja
og Guamotzin frændi hans, sem eftir dauða hans reyndi
að halda uppi vörnum á móti Spánverjum, var að lok-
um eftir harða viðureign handtekinn og líflátinn. Spán-
verjar lögðu síðan Mexíkó og nálæg lönd undir sig og
gerðu það að spönsku skattlandi, sem kallað var Nýi
Spánn. Hinar innfæddu Indíánaþjóðir voru undirokað-
ar og vopnum sviptar.
Nokkur hluti af hinum gamla Aztekaaðli rann að
vísu saman við hina innfluttu yfirstétt, en yfirleitt voru
Indíánarnir gerðir að ánauðugum, átthagabundnum
bændum og sums staðar að þrælum. Spönsku innflytj-
endurnir og kaþólska kirkjan köstuðu eign sinni á all-
ar jarðeignir 1 landinu. Aztekar og aðrir frumbyggjar
landsins töpuðu flestir tungu sinni og tóku upp spönsku.