Skírnir - 01.01.1940, Page 85
82
Baldur Bjarnason
Skírnir
Þeir notuðu myndaletur, en leturgerð þeirra hefir ver-
ið rannsökuð á síðari tímum, og fræðimenn hafa getað
skýrt hana og lesið og skilið nokkuð af annálum þeirra.
Af þeim er ljóst, að Mayar hafa lagt stund á stjörnu-
fræði, læknavísindi og náttúrufræði, og staðið þar jafn
framarlega og Evrópumenn.
Annálar Maya eru einu skriflegu heimildir, sem til
eru um sögu Ameríku fyrir komu Evrópumanna. Eftir
þeim að dæma, hefir mikil menning verið í Mexíkó og
þó einkum á Yukutan þegar á 6. öld eftir Krists fæð-
ingu, en svo lítur út sem Mayaþjóðflokknum hafi ver-
ið farið að hnigna, þegar Spánverjar komu. Þó stóðust
hinir illa vopnuðu herir þeirra ,,eldvopn“ Spánverja ár-
um saman, en að lokum voru þeir þó brotnir á bak aft-
ur, borgir þeirra voru lagðar í eyði og frumskógurinn
óx yfir borgarstæðin.
Mayar nútímans eru menningarsnauðir bændur, sem
hvorki kunna að lesa eða skrifa, en þó eru þeir enn í
dag að miklu leyti sjálfstæðir, og tungu sinni halda
þeir enn. f þær fjórar aldir, sem Spánverjar réðu land-
inu, voru þeir alltaf að gera uppreisnir öðru hverju, sem
oft stóðu árum saman og kostuðu Spánverja of fjár og
þúsundir mannslífa. Þrátt fyrir allt varð Mexíkó Spán-
verjum mikil tekjulind. Hinar auðugu gull- og silfur-
námur landsins fylltu fjárhirzlur Spánarkonungs öld
eftir öld. Það var mexíkanska gullið og silfrið, sem gerði
Spánarstjórn fært að fæða og klæða stærsta her Evrópu.
En sá her fór þó að lokum halloka fyrir hinum uppvax-
andi stórveldum, Hollandi og Englandi, og spanska
heimsveldinu hnignaði. En veldi Spánverja í Ameríku
stóð þó á traustum fótum, einkum í Mexíkó.
Ár og aldir liðu, en alltaf héldu Spánverjar ríki sínu
í Mexíkó. Á hverju ári fluttu spönsk skip milljónir á
milljónir ofan af mexíkönsku gulli og silfri til Spánar.
Mexíkó var brimbrjóturinn fyrir spánska nýlenduveld-
ið í Ameríku. Það voru mexíkanskar hersveitir, sem