Skírnir - 01.01.1940, Page 86
Skírnir
Mexíkó
83
stóðust sókn Frakka og Englendinga, er þeir ruddust
norðan að frá sléttunum við Missisippi.
Mexíkómenn urðu með tíð og tíma trúir þegnar Spán-
arkonungs, og þó var Mexíkó stöðugt undirokað og auð-
ur landsins í gulli, silfri og korni streymdi stöðugt í hina
botnlausu, spönsku hít. Mexíkanska þjóðin lifði gleymd
og grafin, en lifði þó og varð aldrei afmáð.
Enda þótt mikið illt megi segja um stjórn Spánverja
í landinu, verður því ekki neitað, að hún hafði margt
gott í för með sér. Mexíkómenn lærðu nýjar ræktunar-
aðferðir af Spánverjum, þeir fengu húsdýr, sem þeir áður
höfðu ekki þekkt, og þeir lærðu af Spánverjum að rækta
hveiti og hrísgrjón og aðrar korntegundir og ætijurtir
frá gamla heiminum. Hinn fagri, spánski byggingarstíll
ruddi sér til rúms í borgum Mexíkó. En í andlegu tilliti
fór þjóðinni ekki fram, ekkert var hirt um að kenna
bændum og alþýðu að lesa og skrifa, og háskólar þeir
og aðrar menntastofnanir, sem með tíð og tíma risu upp
í landinu, komu aðeins hinni fámennu yfirstétt að not-
um.
Spánska koriungsættin og spánski háaðallinn notaði
Mexíkó stöðugt sem eins konar hjáleigu, tiginbornir
Spánverjar höfðu þar öll æðri embætti, andleg og ver-
aldleg, og græddu þeir of fjár, en er þeir voru orðnir
nógu auðugir, hurfu þeir aftur austur um haf. Er fram
bðu stundir, skapaðist mikið djúp milli þessara spönsku
valdsmanna og ,,kreólanna“, afkomenda þeirra Spán-
Verja, sem á 16. öld höfðu lagt landið undir sig. En ekk-
ert bar á neinum uppreisnaranda hjá hinum mexíkönsku
>»kreólum“, fyrr en eftir að Bandaríkin höfðu brotizt
nndan yfirráðum Breta seint á 18. öld. En eftir það fór
að bera mjög á ókyrrð í hinum spönsku nýlendum vest-
an hafs, og um 1810 brauzt Chile og Argentína og síð-
an hvert landið af öðru undan oki Spánverja. Mexíkó-
ftenn gerðu ekki uppreisn fyrr en um 1820. Mayar, sem
avallt höfðu verið erfiðir Spánverjum, hófu uppreisnina
1 Yukatan, en síðan breiddist hún til annarra landshluta,
6*