Skírnir - 01.01.1940, Síða 90
Skírnir
Mexíkó
87
inu, unz Porfirio Diaz varð forseti með alræðisvaldi.
Hann hafði áður fyrr verið einn af hershöfðingjum Ju-
arez, en þegar hann var orðinn forseti, snérist hann al-
gerlega á sveif með kirkjunni og stórjarðeigendunum.
Hann hélt með járnhendi niðri öllum frelsishreyfingum
alþýðunnar og veitti stórjarðeigendum og stóratvinnu-
rekendum svo að segja alræðisvald í öllum atvinnumál-
um. Útlendir auðkýfingar fengu víðtæk réttindi í land-
inu, einkum til námureksturs og olíuvinnslu; í og með
var það gert til að rétta við fjárhag landsins og efla at-
vinnulífið; kaupgjaldinu var haldið eins langt niðri og
hægt var og afgjöld leiguliða og landseta hækkuð. Eink-
um bitnaði kúgunin á hinum óblönduðu Indíánum, og
var þar svo langt gengið, að flestum mannvinum mun
hafa ofboðið, og það því fremur sem Diaz var sjálfur
af Aztekaættum. En þrátt fyrir kúgunina fór landinu
fram, samgöngur voru bættar, atvinnuvegirnir blómg-
uðust og alþýðumenntunin tók miklum framförum.
Þjóðinni fór fram á flestum sviðum, andlega og verald-
lega, þrátt fyrir hina ægilegu kúgun. Stafaði það eink-
um af því, að um daga Diazar ríkti alger friður í Mexí-
kó í meir en 30 ár. En alla tíð var stjórn Diazar mjög
óvinsæl í landinu, einkum meðal bænda. Enda var ok
Diaz-stjórnarinnar þungt. Málfrelsi, ritfrelsi og funda-
frelsi þekktist ekki, og samtakafrelsi var mjög af skorn-
um skammti. Mexíkó var svo undirokað undir vilja eins
manns, að á síðari öldum hefir slíkt ekki þekkzt í nokkru
ríki. En svo fóru þó leikar, að alræðisvald Diazar var
brotið á bak aftur. 1911 hófst almenn bændauppreisn
í Mexíkó. Diaz flýði land, og nú gaus upp blóðug borg-
arastyrjöld. Foringi byltingarmanna, hinn frjálslyndi
stjórnmálamaður Maderó, varð um skeið forseti, síðar
var hann myrtur og Huerta hershöfðingi, kaþólskur
afturhaldsmaður, varð einvaldsherra í landinu, en hann
varð að flýja land nokkru síðar fyrir Carranza hers-
böfðingja, sem tilheyrði flokki Maderós og síðar varð
forseti. En ófriðurinn í landinu hélt áfram. Það var bar-