Skírnir - 01.01.1940, Page 91
88
Baldur Bjarnason
Skírnir
izt í borgum og sv.eitum, og stigamannaflokkar óðu
uppi og eyddu heilar byggðir. Það varð ekki fyrr en
1920, að aftur komst friður á í Mexíkó, og þó ekki nema
í bili. Síðan hefir hinn svokallaði Þjóðbyltingarflokkur
ráðið mestu í landinu, það er hinn gamli flokkur Ma-
derós, frelsishetjunnar frá 1911.
Þjóðbyltingarmennirnir mexíkönsku hafa bylt öllu
við í landinu. Ríki og kirkja hafa verið aðskilin og
kirkjan svipt öllum stórlendum sínum, og þeim hefir
v.erið skipt upp á milli bændanna. Stórjarðeigendurnir
hafa líka misst lendur sínar að mestu og þeim mjög ver-
ið skipt upp milli hinna fátæku bænda.
Hinum útlendu auðkýfingum hefir verið bolað frá
auðlindum og þeir verið sviptir einkaleyfum sínum.
Hinar auðugu gull- og silfurnámur og flestar af olíu-
lindunum hafa verið settar undir eftirlit ríkisins og
sumpart þjóðnýttar. Alþýðumenntuninni hefir farið
fram, svo að nú kunna flestir að lesa og skrifa. Hinar
fornu yfirstéttir landsins, stórjarð.eigendurnir og ka-
þólsku kirkjuhöfðingjarnir, eru nú brotnir á bak aftur og
þjóðin er að rísa upp eins og vorgróður undan fönn.
En allt þetta hefir kostað mikil átök, og oft hefir
verið agasamt í landinu síðustu 20 ár, og miklu blóði
hefir þjóðin orðið að fórna á þeim tíma, og margir af
afreksmönnum þjóðarinnar hafa orðið að bíta í grasið
og láta höfuð sín. Frá 1920—1934 var Calles leiðtogi
Þjóðbyltingarflokksins og áhrifaríkasti stjórnmálamað-
ur í Mexíkó ; hann var forseti á árunum 1924—28. Calles.
barðist manna mest á móti kirkjunni. Það var hann,.
sem rak smiðshöggið á skiptingu kirkjujarðaeigna og
aðskilnað ríkis og kirkju. Þetta kostaði borgarastyrj-
öld og 4000 mannslífa, en Calles vann algerðan sigur.
Hann var síðan nær einvaldur í Mexíkó, fyrst sem for-
seti og síðan skipaði hann fyrir um forsetakosningar
og réð mestu í landinu fram að 1934. Calles og fylgis-
menn hans snéru aðalsókn sinni á móti kaþólsku kirkj-
unni, en að öðru leyti fóru þeir sér hægt með að efna