Skírnir - 01.01.1940, Page 92
Skírnir
Mexíkó
89
loforð Þjóðbyltingarflokksins um kauphækkun eða stór-
jarðaskiptingu. Flestir þeirra hugsuðu mest um að ná
í hálaunuð embætti og lifa góðu lífi, en framsóknaralda
fólksins rak þá stöðugt lengra og lengra áfram. Þeir
urðu að hækka hið lága kaup iðnverkamanna, setja lög
um alþýðutryggingar, líkt og tíðkast í flestum Evrópu-
ríkjum. En alltaf voru þó miklar ýfingar innan Þjóð-
byltingarflokksins, milli þeirra, sem vildu halda til
ptreitu stefnuskrá byltingarinnar frá 1912, og þeirra,
sem vildu nema staðar á miðri leið. 1934 sigraði hinn
róttækari armur flokksins og Lazaró Cardenas varð for-
seti. Hann hafði áður verið hershöfðingi í herjum bylt-
ingarmannanna, en síðar orðið mjög handgenginn Call-
es. En eftir að hann hafði tekið við forsetatign, gerðist
hann ákveðinn andstæðingur Calles og félaga hans og
hrakti þá að lokum úr landi. Cardenas snéri sér síðan
að því, að framkvæma að fullu stefnuskrá byltingarinn-
ar frá 1911—12. Stórjarðeignunum var nú skipt fyrir
fullt og allt. í fyrsta skipti í sögunni hefir nú hin fá-
tæka, snauða alþýða í Mexíkó fengið næga jörð. Kaup-
ið var hækkað hjá verkamönnum bæja og sveita, svo að
mexíkanskur verkalýður hefir í fyrsta skipti fengið
álíka góð kjör og verkamenn Kanada og Bandaríkj-
anna.
Cardenas hefir tekizt að friða landið að fullu. Nú er
ekki framar barizt í borgum og sveitum Mexíkó, allir
Sanga öruggir og rólegir til vinnu sinnar, í bæjunum og
Þorpunum, þar sem áður geisuðu mannskæðir bardagar
°S þar sem hver steinn hefir verið blóði ataður undan-
farna áratugi. Hvílíku óskapa blóði hefir verið úthellt
1 Mexíkó frá því landið kom fram í ljós sögunnar, og
bó lifir þjóðin enn þá, og aldrei hefir meiri líkskraftur
°& gróska verið í henni en einmitt nú. Aldrei hefir
henni fjölgað eins ört og nú, og í fyrsta skipti í fjórar
aldir er hún orðin raunverulega sjálfstæð og ræður
sinu eigin landi, því að auðkýfingar Bandaríkjamanna
°S Breta hafa misst völd sín yfir olíulindum og námum