Skírnir - 01.01.1940, Page 93
90
Baldur Bjarnason
Skírnir
landsins. Börn landsins hafa nú tekið að sér að hagnýta
sér auðlindir sínar.
Landinu fleygir fram, jarðyrkjan blómgast, ný og ný
akurlendi bætast við hin gömiu og aldingarðar og rækt-
uð beitilönd þenjast yfir stærri og stærri svæði. Búfénu
fjölgar, ný og ný þorp þjóta upp í dölum og fjallahlíð-
um. Málmnáminu og olíuvinnslunni hrakar ekki, þótt
Mexíkómenn sjálfir hafi tekið að sér að reka þær at-
vinnugreinar. Auðæfi landsins vaxa, en auðurinn renn-
ur ekki lengur í fjárhirzlur útlendra höfðingja og ekki
heldur í hendur iðjulausra háklerka og plantekrueig-
enda, heldur í hendur þjóðarinnar sjálfrar. Hin fræga,
glæsilega og starfsama mexíkanska þjóð er óðum að
vinna sig upp í tölu vestrænna menningarþjóða.
í æðri menningu hefir Mexíkó alla tíð staðið hátt. í
landinu eru ágætir háskólar og margar aðrar æðri
menntastofnanir. Mexíkó hefir á síðustu áratugum átt
marga fræga vísindamenn í landafræði, sögu og stjörnu-
fræði. Mexíkóbúar eru líka mjög listfengir og hafa átt
marga ágæta hljómlistarmenn, myndhöggvara og mál-
ara. Diego de Rivera, málarinn heimsfrægi, er Mexíkó-
maður.
Alþýðumenntun landsins er ekki góð, en þó betri en
í flestum öðrum kaþólskum löndum og fer óðum batn-
andi. Mexíkóbúar leggja mikla rækt við sögu landsins
og bókmenntir, enda unna þeir manna mest ættlandi
sínu.
Þjóðbyltingarflokkur Cardenas, sem nú fer með völd
í landinu, virðist vera alveg öruggur í sessi og mun að
líkindum halda völdunum um mjög langan tíma, enda
hefir hann hreinan meiri hluta. Það er mest Þjóðbylt-
ingarflokknum að þakka, að Mexíkó er svo langt kom-
ið á framfarabraut, sem raun ber vitni. Það var Þjóð-
byltingarflokkurinn, sem hrakti harðstjórana Diaz og
Huerta frá völdum og síðan hefir oft með risa-
átökum ýtt landinu áleiðis á framfarabrautinni. Þjóð-
byltingarflokkurinn hefir breytt Mexíkó úr hálfmiðalda-