Skírnir - 01.01.1940, Síða 95
92
Baldur Bjarnason
Skírnir
spyrnu svo teljandi sé síðustu árin. Eini flokkurinn, sem
er í andstöðu við Cardenas, er hinn gamli kaþólski
hægriflokkur, en hans gætir lítið. I Mexíkó er alls stað-
ar verkalýðshreyfing og sósíaldemókratar fjölmennirr
en þeir styðja Cardenas einhuga.
Óvíða í heiminum er unnið og stritað jafn mikið og^
í Mexíkó. Bílvegir og akbrautir eru lagðar um landið
þvert og endilangt, nýjum og nýjum járnbrautum bætt
við þær gömlu, fjarlægustu staðir landsins eru tengdir
saman með símalínum, borgir og sveitir raflýstar og
skólar og sjúkrahús byggð, jafnvel í afskekktum hér-
uðum. En allt er nú friðsamlegt í landinu, og skothríð-
arnar eru þagnaðar og verkalýður borganna vinnur
óhindrað í verksmiðjum sínum, bændurnir teyma í ró
og næði plóguxa sína á hinum víðu akurlendum Ana-
huacdalsins. Þróunin gengur ört í Mexíkó nú á dögum.
Það er líkt og þjóðin hafi kastað af sér ellibelgnum, og
metnaður hennar fer vaxandi að sama skapi. Veldi
enskra og bandaríkskra auðkýfinga fer hnignandi.
Hingað til hefir Mexíkó í hugum alls þorra manna ver-
ið æfintýraland, hinar stóru eyðimerkur, hin snæþöktu
fjöll og dularfullu frumskógar landsins hafa átt sinn
þátt í því. En einkum hefir þó hin merkilega fornsaga
hinna gömlu menningarríkja í landinu örvað ímyndun-
arafl skálda og draumóramanna. Fyrir hina heilögu,
alþjóðlegu kaþólsku kirkju var landið fyrst og fremst
dýrmæt tekjulind, og enskir og bandaríkskir olíukóng-
ar og námubrallarar litu fyrst og fremst á landið sem
áhrifasvæði. En nú er þetta allt breytt. I Mexíkó er kom-
in vélamenning og tækni og það hefir brotið af sér ok
olíukónga og útlendra yfirgangsmanna. Að Bandaríkj-
unum undanskildum, er Mexíkó merkilegasta ríkið vest-
an hafs, með mikla og fræga fornsögu, með merkilega
menningu fulla af þrótti og krafti, nútímatækni og
hraða, og Mexíkó er land ótæmandi framtíðarmögu-
leika. Ganila Evrópa er sundurtætt af styrjöldum og
innbyrðis mótsetningum. En á sama tíma blómgast ný