Skírnir - 01.01.1940, Side 98
Skírnir
Mexíkó
95
óvíða eru þjóðlegar menjar og fornsaga höfð í slíkum
heiðri sem í Mexíkó, og margt í menningu þjóðarinnar,
jafnvel æðri menningu, á rót sína að rekja til Aztek-
anna, en ekki til Spánar. Jafnvel spanskan í Mexíkó
hefir tekið upp fjölda aztekiskra orða og er því í fram-
burði það frábrugðin heimaspönskunni og spönskunni
í Suður-Ameríku, að sumir þjóðræknir Mexíkóbúar tala
um mexíkönskuna sem sérstakt mál. Það er þó ofmælt,
en vafalaust mun þó mál þjóðarinnar snúast meir og
meir frá spönskunni, er fram líða stundir. Hin mikla
þjóðlega endurreisn í Mexíkó hefir óneitanlega að miklu
leyti orðið á kostnað hinna spönsku þjóðarbrota, sem í
hópi sínum taldi meginhluta hinna gömlu, nú valdalausu
yfirstétta. Enn standa þó hinir fámennu, hvítu Mexíkó-
menn á gömlum merg, enn eiga þeir mikinn auð og enn
þá hafa þeir gamla og merkilega menningu, sem í mörgu
minnir á menningu aðalsins á Spáni og Frakklandi á
18. öld. Þeir búa einkum í úthverfum stórbæjanna og
á einstaka gömlum herragörðum, á víð og dreif um
landið. Þeir hafast við í fögrum, hvítum stórhýsum eða
gömlum, litlum höllum, sem nú eru orðnar hrörlegar, en
bera þó menjar horfinnar auðlegðar. Híbýlaprýði þeirra
er við brugðið. í hinum gömlu sölum þeirra er allt fullt
af listaverkum, á kvöldin óma salirnir af gítarspili og
fiðluleik, og engir rnenn eru þeim gestrisnari; allir hvít-
ir menn, hvaðan sem þeir koma, eru velkomnir, og aldrei
er spurt, hvernig á ferðum þeirra standi. Allt mitt er
Þitt, segir hinn hvíti hallareigandi í Mexíkó við gest
sinn.
Hinir hvítu Mexíkóbúar eru allajafna glæsimenni
imikil, bæði í útliti og framkomu, þeir eru að vísu oft-
ast smáir vexti, en vel vaxnir og föngulegir, með reglu-
iegt og frítt andlitsfall, léttir á fæti og sitja manna bezt
a hestbaki. Hinar hvítu Mexíkókonur eru með fegurstu
konum heimsins og þykja afbragð að kurteisi og hátt-
Pi'ýði. Það hefir oft verið sagt, að hinir hvítu Mexíkó-
búar beri af öðrum Kreólum Ameríku að andleg-