Skírnir - 01.01.1940, Page 99
96
Baldur Bjarnason
Skírnir
um og líkamlegum glæsileik, og þó eru þeir nú á hnign-
unarskeiði og vald þeirra í landinu er brotið á bak aft-
ur og lítið tillit tekið til hinna gamalspönsku hámenn-
inga: þeirra.
Amerísk véltækni ryður sér nú ört til rúms í landinu,
og allt er gert, sem unnt er, til að tengja vélamenningu
Vesturheims við hið þróttmesta og seigasta, sem til er í
afkomendum Azteka. Mexíkó er ungt framfaraland,
sem ekki verður tafið. Það er ekki neitt rúm fyrir gamla
og allt of fíngerða rokoko-menningu þar, fremur en
annars staðar.
En þótt Mexíkó sé mikið framfaraland og allt ólgi
þar af lífsþrótti, og þó að véltækni nútímans brjóti sér
þar braut, er það þó gamalt um leið. Þar er allt fullt af
fornum menjum, hver steinn í sumum borgunum minn-
ir á Aztekaveldið horfna. Og borgirnar, sem oftast eru
mjög fagrar, laða fram í huganum minningar um hinn
forna, rómantíska og riddaralega Spán miðaldanna.
Enn erja azteksku bændurnir jörðina með tvíplógum,
eins og á dögum Cortesar og Montezuma. Sums staðar
er fólkið og venjur þess í flestu eins og var á 15. öld.
Enn þá hvílast þreyttir ferðamenn á eyðimörkum
landsins í svölum skuggum kaktusanna, eins og Aztek-
ar gerðu, er þeir komu lengst úr norðri. Og myrkviður
frumskóganna í Yukutan býr enn sem fyrr yfir leyndar-
málum horfinna borga og hruninna halla, og enn sem
fyrr leikur svalur norðanvindurinn um hina tígulegu,
skýjabólstruðu jökultinda hins heilaga Orisabafjalls.