Skírnir - 01.01.1940, Page 100
Ólafur Lárusson
Eyðing Þjórsárdals
Eyðibyggðin forna í Þjórsárdal var mjög um töluð á
síðastliðnu sumri, í sambandi við það, að þá fór fram
útgröftur á nokkrum bæjarrústum þar í dalnum. En
þessi gamla byggð hafði dr.egið hugi manna til sín löngu
fyrr, og það miklu meira en nokkur önnur eyðibyggð á
landinu. Örlög hennar hafa orðið skáldum þjóðarinnar
að yrkisefni, sbr. kvæði Hannesar Hafsteins: Á Skelja-
stöðum, og um enga eyðibyggð hefir verið ritað meira
en um Þjórsárdal,1) Þessa frægð hefir dalurinn hlotið
af ýmsum ástæðum. Talið er, að margir bæir hafi í hon-
um verið, náttúrufegurð er þar mjög mikil og byggðin
virðist því hafa verið bæði blómleg og fögur. Þá er og
tengt við þessa byggð nafn eins af kunnustu höfðingjum
sögualdarinnar, Hjalta Skeggjasonar. Hann er sagður
Eafa búið þar, og nafn hans hefir varpað ljóma á dal-
lnrb því Hjalti hefir orðið vinsæll hjá síðari tíma mönn-
Uin- Hann var annar þeirra manna, sem mest stuðluðu
aÖ því, að landið varð kristið, og lesendur Njálu'hafa
ekki gleymt honum því, að hann vildi ekki fylgja Gizuri
Evíta, tengdaföður sínum, í aðförina að Gunnari á Hlíð-
arenda, og að hann var sá óskyldra manna, er drengi-
legast veitti að eftirmálinu eftir Njál, Bergþóru og syni
þeirra.
En hér kemur annað atriði ennfremur til greina. Vér
Islendingar höfum um langan aldur séð fyrstu aldirnar
1 sögu þjóðar vorrar í einskonar dýrðarljóma, ljóman-
utti, sem sögurnar varpa á þá tíma. Þegar menn báru
ká fornaldardýrð saman við v.eruleika síðari alda, þá
lá harla nærri, að telja mismuninn á þessu tvennu stafa
7