Skírnir - 01.01.1940, Síða 101
98
Olafur Lárusson
Skírnir
af því, að landi og þjóð hefði farið stórkostlega aftur
síðan á söguöld. Þetta varð almenn og ríkjandi skoð-
un, og það er eins, og þjóðinni hafi verið einhver hugn-
un í því, í sínum örðugu lífskjörum, að hugsa um þessa
hnignun sína og lands síns, eins og hún hafi haft ein-
hverja fróun af því, að kenna þannig í brjósti um sjálfa
sig. Þessi skoðun lá .eins og mara á þjóðinni öldum sam-
an og hún er ekki alveg laus við hana enn, og þessi skoð-
un hefir átt sinn mikla þátt í því, að vekja þá vanmeta-
kennd, sem verið hefir svo rík hjá íslendingum, og van-
traust þeirra á landinu. Vegna þessa hefir hugarflug
fólksins látið sér sérstaklega annt um eyðibyggðirnar,
hinar sýnilegu minjar afturfararinnar, og hugir manna
hafa þá ekki hvað sízt staldrað við Þjórsárdal, þessa
fögru og blómlegu byggð hins glæsilega höfðingja,
Hjalta Skeggjasonar, þar sem nú er ekkert nema sand-
ur og auðn. Þjórsárdalur hefir í hugum manna orðið eitt
hið gleggsta og átakanlegasta tákn afturfarar landsins.
Eg tek það fram, að eg á við dalinn, sem gengur inn
milli Skriðufellsfjalls og Búrfells, er eg tala hér um
Þjórsárdal, enda er hann tíðast nefndur því nafni nú á
tímum, en eg mun síðar víkja að því, hversu rétt það
nafn er.
í dal þessum eru minjar býla, sem legið hafa í .eyði
öldum saman. Hversu mörg býli þessi hafi verið er enn
ekki alveg fullvíst. Brynjólfur Jónsson telur býlin hafa
verið 16 auk Sandártungu2) og Jón Ófeigsson segir, að
síðan Brynjólfur ritaði þetta hafi fundizt ein eða tvær
bæjarrústir.3) Samkvæmt þ.essu ættu nálægt því 20 bæ-
ir að hafa verið í dalnum. Hvenær fór sú byggð í eyði?
Ekki er vitað að nema ein af þessum jörðum hafi ver-
ið byggð á síðari öldum. Það er Sandártunga.4) Fór hún
í eyði vegna Heklugossins 1693 5) og hefir eigi byggzt
síðan. Að öðru leyti hefii það verið almenn skoðun hing-
að til, að byggðin í dalnum hafi farið í eyði á 14. öld. Sú
öld hefir löngum verið talin mesta ófaratímabilið í sögu
landsins og til hennar hefir hin mikla hnignun ekki hvað