Skírnir - 01.01.1940, Síða 105
102
Ólafur Lárusson
Skírnir
fram í sjó, þar sem var xxx djúp, með grjótfalli, aur ok
saur, at þar urðu síðan sléttir sandar. Tók ok af ij kirkju-
sóknir með öllu, at Hofi ok Rauðalæk. Sandurinn tók í
miðjan legg á sléttu, en rak saman í skafla svá at varla
sá húsin. Öskufall bar norðr um land, svá at sporrækt
var. Þat fylgdi ok þessu, at vikurinn sást reka hrönn-
um fyrir Vestfjörðum, at varla máttu skip ganga fyr-
ir“.i°) jjjn heimildin er Gottskálksannáll. Þar segir svo
við sama ár: „Elds uppkvoma í vj stöðum á íslandi. í
Austfjörðum sprakk í sundr Knappafellsjökull og hljóp
ofan á Lómagnúpssand, svo at af tók vegu alla. Á sú í
Austfjörðum, er heitir Úlfarsá, hljóp á stað þann, er
heitir at Rauðalæk, og braut niðr allan staðinn, svo at
ekkert hús stóð eftir nema kirkjan".11) Augljóst er, að
hvorugur þeirra síra Jóns eða Halldórs hefir stuðzt við
þessar heimildir.
Það er einnig alveg vafalaust, að Espólín hefir tekið
frásögn sína um eyðingu Fossárdals ,eftir Biskupaannál-
um. Frásögn hans er að mestu leyti orði til orðs sam-
hljóða frásögn síra Jóns. Espólín hefir það eitt fram
yfir síra Jón, að hann árfærir þennan atburð til ársins
1343. Espólín hefir einnig tekið upp frásögn síra Jóns
um eyðingu Rauðalækjar, en telur hana hafa gerzt árið
1350.12) Það ártal hefir hann tekið eftir Flateyjarannál,
þar sem getið er um eldsuppkomu í Knappafellsjökli
1350 og sagt, að þá hafi allt Litlahérað aleyðzt.13) Hefir
Espólín fyllt þessa frásögn annálsins með frásögn síra
Jóns.
Það er því ljóst, að Halldór Jakobsson og Jón Espólín
hafa báðir fengið vitneskju sína um eyðingu Þjórsárdals
úr riti síra Jóns Egilssonar, og það er engin ástæða til
að ætla, að þeir hafi stuðzt við neina aðra heimild. Hið
eina, sem þeim og síra Jóni ber á milli, svo að máli skipti,
er það, að þeir ársetja þennan atburð báðir, en síra Jón
gerir það ekki, a. m. k. ekki beinlínis, og spurningin
verður því sú, hvaðan hafa þeir fengið þessar ársetning-
ar sínar?