Skírnir - 01.01.1940, Page 106
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
103
Síra Jón kveður ekki á um það, hvaða ár dalurinn hafi
eyðzt. Hann tekur það þvert á móti fram, svo skýrt, sem
frekast verður á kosið, að hann viti ekkert um það, hve-
nær það hafi orðið. Hann segir, að það hafi skeð ,,á fyrri
tímum mjög snemm a“, og segist „þenkja“, þ. e.
segir það sem tilgátu sína, að það hafi orðið í „tíð þess-
ara biskupa". Liggur næst að skilja það svo, að hann
eigi þar við sjö síðustu biskupana, þ. e. frá og með Páli
biskupi Jónssyni (1195—1211) og til Jóns Sigurðsson-
ar (1341—1348), en um tíð þessara sjö biskupa hafði
hann talað rétt áður, er hann sagði frá hlaupinu úr Ör-
æfajökli. Hann er þó ekki viss um þetta. Hann vissi, að
Hjalti á Núpi hafði haft bú á Sámsstöðum. Af því dró
hann þá ályktun, að byggð hefði enn verið í dalnum
eftir að kristnin var lögtekin, og þetta er sýnilega hið
eina, sem hann hefir við að miða um það, hvenær dal-
urinn eyddist, því hann klykkir út með þessum orðum
,,en hvenær það skeði sérlega veit eg ekki datum“.
Það verður þess vegna ekki sagt, að síra Jón hafi gef-
ið þeim, sem tóku þessa frásögn eftir honum, neina átyllu
til þess, að ársetja eyðingu dalsins 1341 eða 1343, og
jafnvel ekki heldur neina verulega átyllu til þess, að
halda að dalurinn hefði farið í auðn á 14. öld. Að vísu
Wá þó spyrja, hvernig standi á því, að hann skuli segja
frá þessu einmitt á þessum stað í riti sínu, þar sem hann
er að segja frá biskupunum á fyrri hluta 14. aldar.
Þeirri spurningu er vitanlega ekki hægt að svara með
neinni vissu. Það virðist augljóst, að síra Jón hefir ,ekki
stuðzt við neina ritaða heimild, hvorki er hann segir frá
Waupinu úr Öræfajökli né er hann segir frá gosinu úr
Rauðukömbum. Hvað fyrra atriðið snertir sést þetta af
hans eigin orðum. Hann segir, að frásögn sín um hlaup-
sé „sögn og ræða manna“, og í frásögn hans um eld-
lnn í Rauðukömbum er óvissan jafnvel enn meiri og
angljóst, að hann fer þar eftir munnmælum einum sam-
an. Síra Jón hafði heyrt að hlaupið úr Öræfajökli, sem
€yddi Rauðalæk, hefði gerzt „á tímum þessara VII síð-