Skírnir - 01.01.1940, Síða 111
108
Ólafur Lárusson
Skírnir
kirkjan í Þjórsárdal hefði verið við líði fram á 14. öld,
væri það alls ekki ólíklegt, að enn væru til máldagar
hennar, einn eða fleiri.
Vér eigum annála frá 14. öld, rit manna, sem þá voru
uppi, þar sem þeir segja frá atburðum, sem gerðust á
dögum sjálfra þeirra, og er sumt af því að líkindum
skráð árlega, eftir því sem viðburðirnir gerðust. í eng-
um af annálunum er Þjórsárdalur nefndur á nafn, og
því síður að sagt sé frá eyðingu hans. Sumir annálarnir
munu vafalítið hafa verið ritaðir á Suðurlandi, jafnvel
í nærsveitum Þjórsárdals, og það er næstum óhugsan-
legt, að ekki hefði verið getið um annan eins atburð og
þann, að svo blómleg og mikil byggð, sem Þjórsárdalur
er talinn hafa verið, hefði eyðzt af náttúruviðburðum
rétt undir handarjaðrinum á annáláritaranum. Þögn
annálanna um eyðingu dalsins er veigamikil líkindi fyr-
ir því, að dalurinn hafi elcki farið í auðn á 14. öld. Gegn
þessu kynni ef til vill að verða bent á það, að annálar
geti um landauðn af völdum eldgosa á 14. öld, án þess
að kveða á um það, hvaða sveitir þar sé um að ræða, og
að eyðing Þjórsárdals kunni að vera falin í þeim frá-
sögnum. Er það einkum eitt eldgos, sem þar kemur til
greina, Heklugosið 1341. Gosi þessu fylgdi mikið ösku-
fall, en af því leiddi svo aftur mikinn felli á fénaði. Lög-
mannsannáll, sem ritaður er á Norðurlandi, segir, að þá
hafi eytt „nálega v. hreppa“,21) Gottskálksannáll, að
eyðzt hafi „margir bæir um Skálholtssveit og Rangár-
völlu og nokkrir austar“,22) Konungsannáll, að eyðzt
hafi „margar byggðir“,23) Flateyjarannáll, að eyðzt
hafi „margar sveitir þar í nándir“,24) en hins vegar geta
Skálholtsannálarnir2r’) báðir að vísu um mikinn fjár-
felli eftir gosið, en hvorugur þeirra minnist neitt á land-
auðn, er því hafi fylgt. Það er því svo að sjá, sem þeim
mun meira hafi verið gert úr afleiðingunum af þessu
gosi, sem fjær dró gosstöðvunum, og landauðnin, sem
af því stafaði, aðallega hafi verið fólgin í því, að jarðir
hafa farið í eyði í bili, meðan landið var að gróa upp eft-