Skírnir - 01.01.1940, Side 112
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
109
ir öskufallið. Veit eg heldur ekki hvar þeirra 5 hreppa
væri að leita, sem Lögmannsannáll segir hafa eyðzt, ef
um gereyðingu hefði verið að ræða. Þessar frásagnir
annálanna virðast mér því alls ekki geta falið í sér fulln-
aðareyðileggingu slíkrar sveitar, sem Þjórsárdalur á að
hafa verið, og því síður frásagnir þeirra um önnur gos
á 14. öld.
Hið eina, sem Þjórsárdals finnst getið í heimildum
frá 14. öld, er það, að máldagar nokkurra kirkna segja
frá ítökum, sem þær áttu þar í dalnum. Kaldaðarnes átti
skóg í Sandafelli,20) Ólafsvellir í Hrossatungum,27) Hof
í Hreppum ,,í tungunni fyrir ofan Bjarnargötu",28) sem
líklega er sama ítakið og síðar var nefnt Hofsskógur
og var fyrir vestan Þórðarholt, Steinsholt skóg í Dím-
oni,2B) Hrepphólar áttu skóg ,,á Steinastöðum og í Ás-
lákstungum" og afrétt í Sandafelli30) og Hruni átti
Hellisskóga og Álftavöll.31) Er þessara ítaka allra getið
í Vilkinsmáldögum og þess vegna er ekki víst að þau
séu eldri en frá því um 1390 nema skógarítök Hruna-
kirkju, sem nefnd eru í máldaga frá því um 1331. En
þótt máldagarnir séu ekki eldri en nú var sagt, þá má
vel vera, að ítökin séu miklu eldri. Yngri heimildir, bæði
skrárnar um skógana í dalnum, sem síðar verður minnzt
á, og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns,
sýna, að margar aðrar jarðir áttu ítök 1 dalnum. Um
aldur þeirra ítaka vitum vér ekkert með vissu, en ólík-
legt er, að sum þeirra séu ekki álíka gömul og ítök þau,
sem máldagarnir segja frá. Er og líklegt, að mörg þeirra
hafi verið tileinkuð hálfkirkjum eða bænhúsum, sem á
Jörðum þessum voru, þótt ekki verði það nú sannað, en
bessi gögn sýna í öllu falli það, að á síðari hluta 14. ald-
kvað allmikið að því, að kirkjur og jarðir niðri í hér-
aðinu ættu ítök uppi í dalnum, og þessi ítakafjöldi bend-
lr óneitanlega til þess, að dalurinn hafi þá verið farinn
í oyði. ítök Hrepphólakirkju sýna það ótvírætt, að tvær
af jörðunum voru þá komnar í auðn. Kirkjan átti skóg
á Steinastöðum og í Áslákstungum. Hún á með öðrum