Skírnir - 01.01.1940, Side 114
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
111
verið byggður nema einu sinni, og byggð hans virðist
því einnig hafa varað skamma stund.
Á Skeljastöðum hafði bærinn hins vegar verið byggð-
ur upp nokkrum sinnum. Þar fannst einnig kirkjugarð-
ur. Kirkjugarðurinn sýnir, að jörðin hefir verið í byggð
eftir að kristni hafði verið lögtekin, að minnsta kosti
eitthvað fram eftir 11. öldinni. í garðinum höfðu ekki
Verið jarðsett, að því er séð varð, nema í kringum 60
lík. Það þarf hvorki langan tíma né stóra sókn til þess,
að 60 grafir komi í kirkjugarðinn, og þessi litli grafreit-
Ur á Skeljastöðum er greinilegt og átakanlegt vitni þess,
að byggðin í dalnum hefir verið lítil og fámenn og var-
að skammt.
Allar þessar líkur virðast mér sýna það, að byggðin
í Þjórsárdal hefir lagzt snemma í eyði, og er enda lík-
legast, að hún hafi verið komin í auðn um 1050. Það er
því ekki hægt að kenna 14. öldinni um þá landauðn. Hún
hefir þvert á móti orðið á þeim tímum, er sumir hafa
kallað gullöld landsins. Byggðin í dalnum hefir og frá-
leitt nokkurn tíma verið eins mikil og blómleg og seinni
tíminn hefir ímyndað sér. Hann hefir séð hana í hilling-
Um fornaldardýrðarinnar.
En nú eru bæjarrústirnar í dalnum talsvert margar,
Um 20, munu menn segja, og telja þær sönnun þess, að
barna hafi verið æðistór byggð. En þar er ekki allt sem
sýnist. Fyrst og fremst er nú óvíst, hvort bæirnir hafa
verið svona margir. Sumstaðar, þar sem bæir eru sagðir
kafa verið, sjást nú engar minjar eftir byggingar eða
önnur mannvirki, eða að minnsta kosti ekki ótvíræðar
^ninjar um bæ. Það er líka dálítið eftirtektarvert, að
tala bæjanna hefir hækkað í munnmælunum eftir því,
sem aldirnar hafa liðið. Síra Jón Egilsson segir, að bæ-
lrnir hafi verið 11, og hefir þar sjálfsagt farið eftir því,
sem munnmælin þar í sveitinni sögðu þá. Nærri 100 ár-
Ulu seinna skrásetti Árni Magnússon ýmsar upplýsingar
UU1 dalinn, í sambandi við jarðabókargerð sína. Telur
hann þar, að bæirnir hafi verið 12.32) Liðlega hálfri ann-