Skírnir - 01.01.1940, Page 116
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
113
löngu síðar, að smábýli höfðu verið byggð þar um
stundarsakir.
Hvort tveggja þetta, sem nú hefir verið nefnt, getur
hafa átt sér stað í Þjórsárdal. En það, sem mestu mun
hafa ráðið um það, að byggðin lagðist niður, mun hafa
verið vetrarríkið og ef til vill slægjuleysi. Það má líka
v.era, að vikui'- eða öskufall hafi átt nokkurn þátt í því,
að dalurinn eyddist. Einhvern tíma hefir mikið af vikri
fallið yfir hann, það sýna vikurhrannirnar, sem enn eru
þar. En það hefir varla haft neina úrslitaþýðingu um
byggð dalsins. Það er svo að sjá, að aska eða vikur hafi
ekki orðið skaðleg byggðinni hér á landi til langframa.
Víða eru í jörðu hvert öskulagið yfir öðru og lög af
gróðrarmold á milli þeirra. Sumstaðar eru þá öskulög,
sem eru svo þykk, að þau hljóta að hafa kæft allan gróð-
ur í bili, en moldarlagið ofan á sýnir, að gróðurinn hef-
ir orðið yfirsterkari, er frá leið. Þar sem þannig stóð á,
hafa jarðir ef til vill farið í eyði í bili vegna öskufalls-
ins, en byggzt aftur, er landið fór að gróa, og það er al-
kunnugt, að þannig hefir þessu verið varið eftir ýmis
gos á seinni öldum. Jarðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu,
sem eyddust vegna öskufallsins í Skaftáreldunum,
byggðust langflestar aftur innan skamms. Þjórsárdal-
ur þurfti því ekki að fara í eyði fyrir fullt og allt, þótt
vikur félli einhvern tíma yfir hann, enda er það sannan-
legt, að gróður hélzt í dalnum langan aldur eftir að
byggðin eyddist. Kolagrafirnar, sem fundizt hafa í tún-
inu á Stöng, sýna, að þar hefir verið gert til kola eftir
að bærinn var farinn í eyði, að túnið hefir vaxið skógi
eftir að bærinn var yfirgefinn. Eg hefi áður getið um
það, að kirknamáldagar sýna, að skógur var enn í daln-
um á 14. öld, og yngri gögn sýna, að skógur hélzt þar
lengi þar á eftir. Til eru tvær skrár um skógana í Þjórs-
árdal.83) Hin eldri þeirra var í bréfabók Gísla biskups
Jónssonar, og er hún því ekki yngri en frá hans dögum,
en hina yngri lét Oddur biskup Einarsson rita 1615 eftir
tilsögn Brynjólfs Eyjólfssonar bónda í Sandatungu og