Skírnir - 01.01.1940, Side 119
116
Ólafur Lárusson
Skírnir
eru þannig nefndar hrjár konur í Eyjafirði, Þorkatla
kona Þr'^-aius króks, Oddkatla Oddkelsdóttir kona
Mienna hins gamla og Una Oddkelsdóttir kona Bárðar
á Skáldsstöðum, og eru þær allar sagðar vera ,,úr Þjórs-
árdal“.34) f Fljótsdælu er nefnd kona Glúms á Glúms-
stöðum, Þuríður Hámundardóttir, „kynjuð sunnan úr
Þjórsárdal“.35) Landnáma telur dóttur Arngeirs land-
námsmanns á Melrakkasléttu Þuríði, „er Steinólfr í
Þjórsárdal átti“, og segir frá því, að Oddur bróðir henn-
ar „gekk heiman ór Hraunhöfn um kveldit, en kom um
morgun eftir í Þjórsárdal til liðs við systur sína, er Þjórs-
dælir vildu grýta hana fyrir fjölkyngi ok tröllskap“.3C)
Sonur Þorbjarnar laxakarls er nefndur Otkell „í Þjórs-
árdal“.37) Ennfremur er Hjalti Skeggjason víða kennd-
ur við Þjórsárdal.38) Loks er Þorbjörn laxakarl sagður
hafa numið „Þjórsárdal allan ok Gnúpverjahrepp allan
ofan til Kálfár“.
Á öðrum stöðum í fornritunum hefi eg ekki séð Þjórs-
árdal nefndan á nafn, og eftir að þessum heimildum
sleppir hefi eg ekki fundið nafnið fyrr en snemma á 18.
öld, í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Af stöðum þeim í fornritunum, sem hér voru taldir,
eru það aðeins einir tveir, sem gefa nokkra vísbendingu
um legu Þjórsárdals. Annað er frásögn Kristnisögu, er
telur leiðina frá heimili Hjalta í Þjórsárdal til sjávar
liggja eftir Ytri-Rangá, og er bæði lítið á þeirri sögn að
byggja og vér litlu nær fyrir hana um það, hvar Hjalti
bjó. Hitt er frásögnin um landnám Þorbjarnar laxakarls.
Samkvæmt henni virðist Þjórsárdalur vera fyrir norðan
Gnúpverjahrepp, en þar er ekki um annan byggðan dal
að ræða en Fossárdal, og nota eg þá orðið dalur í venju-
legri merkingu. En því fer fjarri, að þessi heimild sé
fullkomlega örugg. Það þarf ekki mikil pennaglöp til
þess, að Fossárdalur verði Þjórsárdalur, og í annan stað
er það ljóst, að höfundur Landnámu hefir verið ókunn-
ugur í Hreppunum, að minnsta kosti eru verulegar mis-