Skírnir - 01.01.1940, Page 120
Sltírnir
Eyðing Þjórsárdals
117
sagnir og villur í lýsingum hans á landnámum í Gnúp-
verjahrepp.39)
Hjalti Skeggjason bjó í Þjórsárdal, að því er fornrit-
in segja. Á síðari tímum hefir það verið haft fyrir satt,
að hann hafi búið á Skeljastöðum, og ef það væri rétt,
þá væri það sönnun þess, að Fossárdalur hefði heitið
Þjórsárdalur. En þessi munnmæli virðast vera mjög ung.
Síra Guðmundur Vigfússon nefnir Skeljastaði í lýsingu
sinni á Stóra-Núpssókn og getur þess, að þar hafi verið
kirkja, en minnist ekki á það, að Hjalti hafi búið þar.
1 skýrslu Árna Magnússonar um eyðibýlin í dalnum er
þess ekki heldur getið. Hreppamönnum virðist því ekki
hafa verið kunnugt um það í upphafi 18. aldar, því að
varla myndi Árni hafa undan fellt að geta þessa í skýrslu
sinni, ef honum hefði verið sagt frá því. Þessi sögn hefir
heldur ekki verið komin upp á dögum síra Jóns Egils-
sonar. Hann talar tvívegis um Hjalta á Núpi40) í
Siskupaannálunum, og getur þess, að hann hafi verið
Wágur Gissurar hvíta, svo ekki er um það að villast, að
hann á við Hjalta Skeggjason. Hann segir, að Hjalti hafi
haft bú á Sámsstöðum, og kannast því sýnilega ekki við
hað, að Hjalti hafi búið á Skeljastöðum. Annars er aug-
Ijóst af þessu, að síra Jón hefir talið, að Hjalti hafi bú-
ið á Stóra-Núpi. Ef til vill hefir síra Jón stuðzt aðeins
við munnmæli þar í sveitinni um þetta atriði, og ef svo
er. þá eru þau munnmæli í öllu falli nokkrum öldum
n«r Hjalta en munnmælin um að hann hafi búið á
Skeljastöðum og því trúlegri. En ef til vill hefir síra Jón
farið um þetta eftir skriflegri heimild. Til er ágrip af
Hungurvöku, sem síra Jón hefir gert.41) í 2. kap. í ágrip-
inu er Hjalti Skeggjason sagður hafa búið ,,að Núpi í
Eystrahrepp“.42) Hér er tvennt til. Annaðhvort hefir síra
'fón aukið þessu við frá sjálfum sér, í samræmi við það,
Sem hann vissi að munnmælin í sveitinni sögðu, eða hann
hefir tekið það úr því handriti af Hungurvöku, sem hann
hefir gert útdráttinn eftir, en það handrit er nú glatað.
Að vísu er þess ekki getið, að Hjalti hafi búið á Núpi, í