Skírnir - 01.01.1940, Side 126
Skírnir
Guðmundur Friðjónsson
123
Áður en eg geri þeim skil, vil eg minnast á tvær kon-
ur, sem mér var starsýnt á, Elinborgu konu prófasts og
Hólmfríði á Granastöðum Pétursdóttur frá Reykjahlíð,
ömmu Halldórs skattstjóra og þeirra systkina. Hún bar
veizlugestum góðgerðir og fór svo hægt, sem þurfti til
að komast leiðar sinnar gegnum mannþröngina, án þess
að troða mönnum um tær eða fella niður af skutlinum
það, sem brothætt var og dýrmætt. Hólmfríður var þá
ekkja Björns Magnússonar prests á Grenjaðarstað, sem
var þjóðkunnur smáskammtalæknir og svo máttugur í
þeirri list, að t. d. endurskapaði hann klaufarhóf á hesti
með smáskömmtum, að sögn blinda Jóns. Hólmfríður
var háttprúð kona í framgöngu og myndarleg, svo sem
hún átti kyn til.
Hin konan, Elinborg prófastsfrú, seinni kona hans,
var dóttir séra Friðriks Eggerz Breiðfirðings, fríð kona
og fönguleg, göfug og gestrisin og vann sér til mikilla
vinsælda í sveitinni. Hún var áður húsfreyja í Víðidals-
tungu. Mér þótti þá, sem eg hefði enga konu séð, er var
hennar jafnoki. Hún mun hafa verið milli fimmtugs og
sextugs, og var hún enn sama drottningin í sjón áttræð
að aldri.
Eg sá á fullorðins aldri nokkrar konur, ættaðar frá
Breiðafirði, sem staðið gátu jafnfætis Elinborgu og hald-
ið hlut sínum. Og það ætla eg, að Breiðaf jarðar byggðir
hafi til skamms tíma haft á að skipa mestum kvenskör-
ungum í sjón og raun.
Sigurbjörn Jóhannsson var aufúsugestur í öllum brúð-
kaupsveizlum hér um slóðir. Hann flutti í þessari veizlu
snjallt brúðkaupskvæði og hlýddi eg á það hugfanginn.
Eg var þá .ekki orðinn vísufær og datt eigi í hug, að eg
kæmist nokkurn tíma með tærnar þar, sem hann hafði
hælana. Annars er það ungum mönnum gott, að líta upp
til fullorðinna manna. Það sjónarmið gefur unglingum
hvöt til að sækja á brekkuna og verða að manni.
Sigurbjörn hafði það aðdráttarafl í sér, að ljóðelskir
^enn slógu hring um hann til að hlusta á vísur þessa