Skírnir - 01.01.1940, Page 127
124
Veizlugleði
Skírnir
orðsnjalla manns. Honum lágu örvar á tungu, sem hittu
í markið, þegar honum rann í skap. Þarna bar á góma
lausavísur skáldsins og þar á meðal þessa, sem gerð var
um heimilisbrag í bæ einum í sveitinni:
Hér um skemmtan finnst mér fátt,
fýld er grön á mönnum,
knúðir rokkar kveina hátt,
kambar nista tönnum.
Sigurbjörn sagði um þessa vísu í áheyrn minni: „Það
finnst mér, að í þessari vísu hafi eg komizt bezt að orði
á æfi minni. ,,Og kambar nísta tönnum“.“ Hann endur-
tók þá hendingu harla fastmæltur. Sigurbjörn var vín-
hneigður og notaði sér tækifærin í veizlum, á réttinni og
í kaupstaðarferðum. Þá var hann ör á vísur sínar við þá
menn, er mátu þá landaura mikils. Eg skil það nú, að
við þessi tækifæri gat hann helzt öðlazt sálufélag við
andleg skyldmenni sín.
Sigurbjörn var fátækur og rann honum til rifja um-
komuleysið. Þær tilfinningar fengu framrás, þegar vín-
veigar liðkuðu tungutakið. Hann skildi vel, að hann gat
ekki notið sín:
Mitt er sofnað sálarfjör . . .
mannlífs rauna köldu kjör
kryppling andann gjörðu.
En hann huggaði sig við þá von, að bölvabætur fengjust
„fyrir handan aldirnar“.
Skála háan allir eigum —
uppheims bláa tjald.
Aldrei varð Sigurbjörn ofurölva á mannfundum.
Þeir vísnakæru menn, sem eigi komust að Sigurbirni
fyrir mannþröng, tóku sig til og kváðu rímnaerindi, eink-
um siglingavísur. Þar hljómaði vel þessi úr Andrarímum:
Auður skorðast undir þil
enn á borðavörgum,
vanir morði hvals um hyl
héldu Norðurlanda til.