Skírnir - 01.01.1940, Side 131
128
Veizlugleði
Skírnir
þeim merkilega rétt. Hún gat eigi vitað, að séra Bene-
dikt var tvíkvæntur.
Skyggna konan lýsti svo nákvæmlega Benedikt próf-
asti, að hann stóð mér ljóslifandi fyrir hugsjónum eins
og hann blasti við mér í Hraunkotsveizlunni, í ræðustóln-
um, vínhreifur og kankvís, andspænis brúðhjónunum.
Eigi gat völvan lesið þessa atburði né mynd prófasts
út úr hugskoti mínu, því að alls eigi kom hann í hug
mér fyrri en lýsingin rak mig úr skugga efans.
Löngum elduðu þeir grátt silfur, Benedikt sýslumað-
ur Sveinsson og Benedikt prófastur, einkanlega við öl.
Það mæltu sumir menn, að prófastur væri lagamaður
meiri en kennimaður. Hann átti til lagamanna að telja,
sonur Kristjáns á Illhugastöðum og bróðurson Bjarnar
í Lundi, er báðir voru málafylgjumenn, brögðóttir.
En fagurlega áminnti séra Benedikt í spurningatím-
um óróaangana, sem eg taldist til. Og þegar hann kvaddi
söfnuð sinn, urðu kinnar mínar döggvotar. Þá rökstuddi
hann vel og innilega sannfræði kristindómsins, svo að
mér varð hlýtt um hjartarætur, og virtist mér þá sem eg
sæi himnana opna. En Tómasar-eðlið er íbyggilega und-
irförult og starfar lymskulega, því líkt sem þyngdarlög-
málið. Þrátt fyrir dýrlegan kirkjusöng og áminningar
kennimanna, veitir jörðinni betur en himninum, hvers-
dagslega, í átökum um manninn. Hann kann og kveður
vísu Bólu-Hjálmars:
Hug-urinn þó í hæðir flýi,
hrapar á sama stig;
leyndardóms í dimmu skýi
Drottinn hylur sig.
Áður en eg skilst við þetta mál, vil eg minnast eins
manns enn, sem jók á gleði þessarar veizlunætur, m. a.
fyrir þá sök, að hann hefir engin eftirmæli fengið á op-
inberu sviði. Hann hét Þorgrímur Pétursson, bóndi í
Nesi, tólfti maður frá Hrólfi sterka, ef eg man rétt —
lítill maður vexti, en svo sterkur og fimur, að fár eða