Skírnir - 01.01.1940, Page 132
Skírnir
Guðmundur Friðjónsson
129
enginn stóð honum á sporði í áflogum eða glímu. Hann
var syndur, sem þá var fátítt, gat staðið á höfði á hest-
lend og á stofuborði, hagorður, vel viti borinn og kvenna-
gull. Hann tók þátt í kveðskapnum um nóttina, en þeg-
ar honum lauk, gekk hópur manna út fyrir bæjarvegg
og var Þorgrímur beðinn að gangast fyrir bændaglímu.
Hann tók dræmt í það, enda þá kominn af léttasta skeiði.
Þarna var staddur stór maður og sterkur, hávaðamaður
mikill og hálfölvaður. Hann hljóp aftan að Þorgrími,
tók utan um hann og ætlaði að reka niður á grúfu. Þor-
grímur kom niður á fjóra fætur, sem svo er kallað, en í
sama bili féll árásarmaðurinn öfugur á frosinn völlinn.
Þetta varð í svo skjótri svipan, að eg festi eigi auga á
því viðbragði, sem Þorgrímur hafði gert. Hann hafði,
þegar hann kom niður á hendur og fætur, krækt hægra
fæti aftur fyrir mjóalegg árásarmannsins með svo snögg-
um hætti, sém kippt væri fótum undan honum.
Allir hlógu dátt, sem á horfðu, en fallni maðurinn
veis seint á fætur og strauk á sér hnakkann og sitjand-
ann. Ekkert varð úr bændaglímunni. Flokkurinn gekk
aftur inn í veizlusalinn, og þar hélt skemmtunin áfram
til dagrenningar — dans og viðræður.
Öllum þótti þessi nótt of stutt. Skemmtun hennar hef-
lr enzt mér í 60 ár, og þó var svo þröngt í húsunum, að
varla var unnt að snúa sér við. En það sannaðist þarna,
að þröngt mega sáttir sitja.
Sú skemmtun, sem fór fram þessa nótt, var eigi meiri
né fjölbreyttari en gengur og gerist á skemmtisamkom-
um vorra dægra, sem enga endurminningu skilur eftir,
sem heitið getur, í minni þeirra, sem hlut eiga að máli.
Eu þess vegna hefir hún orðið mér minnistæð, að hún
Var einstök og fágæt í tilbreytingarlausu lífi mínu. Það
íer að líkindum, að daglegar skemmtanir reka hver aðra
a dyr. Og ofneyzla, hvers konar, er til ófarnaðar, bæði
su líkamlega og hin andlega. . /
9