Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 133
Vilhjálmur Stefánsson
Hvernig eyddist byggð Islendinga
á Grænlandi?
Frægðarverkið mikla á miðöldunum var það, er Norður-
álfubúar sigldu fyrst um þvert Atlantshaf og fundu Vest-
urheim. Harmsagan mikla um vesturflutningana var það,
er fyrsta ameríska nýlendan, byggð 9000 Norðurálfubú-
um, eyddist. Leyndardómurinn mikli er það, hvernig og
hvers vegna hún eyddist.
Það munu hafa verið írar, eða að minnsta kosti menn
frá brezku eyjunum, er fyrstir fóru yfir mesta ál Norður-
Atlantshafsins og fundu ísland, nokkru fyrir 795 e. Kr. —
ef til vill löngu fyrr. ísland er stærra en írland, stærsta
eyjan, sem vitað er um að Norðurálfumenn hafi fundið
óbyggða. Um hríð voru írar einu íbúarnir. Norðmenn fóru
að kynnast landinu um 850 og setjast þar að um 870. Um
930 höfðu nálægt 50.000 Norðurálfubúar setzt að á íslandi,
og var landið alveg óháð öllum þjóðum í Evrópu. Mál
landsmanna varð norræna, en menn greinir á um blöndun
þjóðarinnar, telja sumir hana að tíu hundraðshlutum, aðr-
ir allt að fimmtíu hundraðshlutum írska.
ísland var fyrsta evrópska lýðveldið norðan Alpafjalla,
sé landið talið til Evrópu; fyrsta ameríska lýðveldið, sé
það talið til Vesturheims, sem er réttara eftir legu þess á
hnettinum, því að frá íslandi sést yfir til Grænlands, frá
Grænlandi til næstu eyja þar fyrir vestan og svo koll af
kolli til meginlands Ameríku.
Norskur landnámsmaður, Gunnbjörn að nafni, mun hafa
séð Grænland, er hann hrakti nokkuð vestur, á leið til
heimkynna sinna á vestanverðu íslandi, og barst út fregn-