Skírnir - 01.01.1940, Side 137
134
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
höfum vér hér tíundargreiðslur til Rómaborgar og skatt-
greiðslur til Noregs sem heimildir.
Frá Grænlandi komu einnig hvítabirnir og fálkar, og
var hvorttveggja metið mikils. Birnirnir voru alltaf, eða
nærri alltaf, gjafir eða mútufé til veraldlegra og kirkju-
legra höfðingja. Fálkar voru stundum hafðir til gjafa, en
þeir voru einnig notaðir til þess að greiða með tíundir og
skatta og voru að staðaldri útflutningsvara.
Þegar leið á miðaldirnar þótti það hin virðulegasta
íþrótt að veiða með fálkum og varð jafnvel eftirsóttari en
„baseball" hjá Ameríkumönnum nú á tímum. Konungar
og keisarar voru ákafir fálkaveiðarar, eins var aðall og
heldra fólk yfirleitt. Að sama skapi var mjög mikill stig-
munur á fálkum, voru sumar tegundir í svo lágu gildi, að
jafnvel bændur gátu leyft sér að nota þá.
Ein tegund arna var sérstaklega fyrir keisara. Næstur
var Grænlandsfálkinn, sem var veiðifugl konunga og ann-
ara þjóðhöfðingja. Mönnum var kunnugt um hin upp-
runalegu heimkynni þessara fálka, enda koma þeir við
sögu Grænlands. T. d. má geta þess, að Friðrik II., kon-
ungur af Sikiley og Jerúsalem, segir í bók sinni De
Venandi cum Avibus, að ísland sé eyja í hafinu milli
Noregs og Grænlands, sem sýnir það, að Grænland var
þekktara í Miðjarðarhafslöndunum en ísland. Bók þessi
var rituð milli 1244 og 1250.
Árið 1396 var sonur hertogans af Burgund tekinn til
fanga af Serkjum, og kröfðust þeir tólf grænlenzkra
fálka í lausnargjald. Ætla mætti, að þetta hefði verið
nokkuð erfitt, því að þessir fuglar höfðu aldrei verið
ræktaðir, þá varð að veiða í heimkynnum þeirra. En her-
togasonurinn var þó leystur út. Þetta sýnir meðal annars,
að Serkir þekktu til Grænlands og vissu, hvert verðgildi
fálkarnir þaðan höfðu. Ennfremur kemur í ljós af þessu,
að annaðhvort voru tólf grænlenzkir fálkar falir í Evrópu,
sem hertoginn af Burgund gat náð til, eða sérstaka send-
ingu af fálkum var auðið að fá frá Grænlandi.
Þess hefir verið getið hér að framan, að kristni var