Skírnir - 01.01.1940, Síða 139
136
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
þetta að eins að sumrinu og dvalið í tjöldum, en smám
saman mun það hafa orðið venja að dvelja þar einnig að
vetrinum.
Um 450 mílum (ca. 720 km.) fyrir norðan heimsskauts-
bauginn hefir fundist steinn höggvinn rúnum. Það er
nyrzti staðurinn, sem vitað er um með óyggjandi vissu
að norrænir menn hafi dvalið á — nálægt 20 mílum norð-
ar en það, sem nú heitir Upernivik. Undir áletruninni
eru nöfn þriggja manna, og hún er dagsett í apríl, sem
sýnir það, að þessir menn hafa verið þarna að vetrinum
eða þar í nánd. íbúar Grænlands hafa því sótt að minnsta
kosti þetta langt norður um 1800.
í þjóðsögunum, sem Knud Rasmussen safnaði, segir, að
hinir fornu evrópsku íbúar Grænlands hafi farið miklu
lengra norður. Þeir hafi siglt alla leið norður til Etah,
þar sem Peary mörgum öldum seinna hafði vetrarbæki-
stöðvar við heimsskautsrannsóknir sínar. Hér hafa fund-
izt allmargir evrópskir munir frá hinum fornu íbúum
Grænlands, er fornfræðingar fóru að grafa þar í rústir
nú síðustu árin, og meira að segja enn þá norðar, á Ingle-
field-landssvæðinu, nálægt 79° n. br., um 850 mílum (ca.
1360 km.) fyrir norðan heimsskautsbauginn. Það er vafa-
samt, hvort munir þessir sýni að norrænir menn eða kyn-
blendingar norrænna manna og Eskimóa hafi dvalið á
Inglefield-svæðinu. Vera má að hreinir Eskimóar hafi
•eignazt munina í vöruskiptum við norrænu íbúana sunn-
ar á ströndinni.
Gunnar Isachsen höfuðsmaður, annar foringi í leið-
angri Sverdrups 1898—1902, hefir ritað um það, er hann
telur norskar minjar á ströndinni við Jonessund — ekki
á Grænlandi, heldur í Kanada, fyrir vestan Melvillesund
og 600 mílum (960 km.) fyrir norðan bauginn. Hann fann
þar allmikið af steinum, sem lagðir voru þannig, að þeir
hljóta að hafa átt að skýla æðarkolluhreiðrum.
Þegar Norðmenn námu land á íslandi á 9. öld, tóku þeir
upp þann hátt, er þeir höfðu notað, að skýla æðarkollum
á hreiðrum sínum. Þetta er gert á íslandi enn í dag eins