Skírnir - 01.01.1940, Side 140
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
137
og þá (þó að nýjar aðferðir hafi einnig verið teknar upp).
Þessum sið munu íslendingar hafa haldið, er þeir námu
land á Grænlandi.
Hugsanlegt er, að þetta sé skökk athugun hjá Isachsen;
en einkennilegt væri það þó, þar sem hann er Norðmaður
og þekkir þessa skjólsteina heima í ættlandi sínu. Ekkert
er fjær Eskimóum en að fara að gera slík skýli — nema
því að eins að þeir hefðu tekið upp þennan þátt evrópskr-
ar menningar af landnemunum.
Meðan þetta er ekki hrakið með nýjum rannsóknum, er
leiða í Ijós að Isachsen hafi skjátlazt, verðum vér að álíta,
að menn af norrænum kynstofni hafi á tímabilinu milli
11. og 16. aldar ekki að eins farið norður eftir Melville-
sundi Grænlands megin, heldur einnig yfir sundið og
vestur til kanadisku eyjanna.
Fyrsti fyrirboðinn að harmsögu Grænlands varð 1261,
ev Grænlendingar hættu af sjálfsdáðum við lýðveldið og
tengdust stjórnmálalega við Evrópu með því að verða
skattland Noregs, sem hafði þær afleiðingar, að velmegun
Mndsmanna fór þverrandi. Landið hafði verið lýðveldi
frá 990, eða í 271 ár — meira en heilli öld lengur en
Bandaríki Norður-Ameríku hafa verið lýðveldi enn sem
komið er. Fram að þeim tíma hafði landið verið frjálst til
að framkvæma það, er því hentaði bezt. I stað þess að
njóta þeirra hlunninda frá Noregi, sem til var ætlazt, varð
það nú olnbogabarn, fórnardýr meiri og minni harðstjórn-
ai% og bitnaði þó verzlunareinokunin verst á því.
Við höldum yfirleitt, að stefna vesturstrandar Græn-
lands sé norður og suður, en raunverulega er hún nokkurn-
Veginn norðvestur og suðaustur. Norðurálfubúar í fornöld
foldu stefnuna vera austur og vestur. Því er bæði í íslenzk-
Urn og norskum frásögnum talað um Eystribyggð og
Vestribyggð, þó að við mundum frekar hugsa okkur heitin
Syðri- og Nyrðribyggð. Eystribyggð byrjaði nálægt suð-
Ur’odda Grænlands að vestanverðu og náði nálægt 100 míl-
Ur norður, þ. e. tók nokkurnveginn yfir það svæði, sem nú
er nefnt Julianehaab-hérað. Þá kom óbyggð strandlengja