Skírnir - 01.01.1940, Page 143
140
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
mönnum þeim, er þeir hittu á Labrador, og sáu því að
þeir hinir sömu menn höfðu verið á Grænlandi á undan
þeim. En svo virðist sem Eskimóa hafi ekki orðið vart á
sjálfu Grænlandi í tíð fyrsta eða annars ættliðs landnem-
anna þar. En úr því fóru þeir að hafa samband við Eski-
móa, er jókst stöðugt. Á 13. öld áttu þeir að hafa gert
margendurteknar árásir; um 1345 átti nyrðra héraðið,
Vestribyggð, að vera orðið gereytt.
Frásögnin um að Vestribyggð væri komin í auðn er frá
ívari Bárðarsyni, er var umboðsmaður biskupssetursins að
Görðum, sem nú er nefnt Egaliko, í Julianehaab-héraði.
Fregnir höfðu engar borizt frá Vestribyggð í nokkur ár,
og gerði ívar út leiðangur þangað, til þess að aðstoða íbú-
ana. Sigldi hann skipum sínum norður með ströndinni,
fram hjá óbyggða svæðinu, er skildi héruðin, og kom að
bæjum. Ekki þorði hann að ganga á land. Frá skipunum
sáu þeir fénað á beit í nánd við bæina, en þar var engan
mann að sjá. ívar gerði ráð fyrir, að Eskimóar hefðu
drepið alla íbúana.
Að áliti fræðimanna var helzta ástæðan að eyðingunni
ófullkomin næring, er stafaði af því að fæðan væri ekki
blönduð þeim efnurn, sem Norðurálfubúar þyrftu að hafa,
jafnframt stöðugu mannfalli af árásum hraustra og víg-
djarfra villimanna, er lifðu eingöngu á keti.
Sagnfræðingar leituðu einnig að öðrum ástæðum, er
stuðluðu að þessu. Svartidauði gekk í Noregi 1348—49. Þó
að svo virðist sem sigling hafi engin verið frá Bergen á
árabilinu 1346—55, en sú borg hafði þá einkarétt á verzlun
við Grænland, hefir þó, eftir þessari kenningu, eitthvert
skip átt að bera veikina þangað. Ef áætluð er sama dauða-
tala og í Noregi, átti Eskimóum að vera því auðveldara að
vinna á þeim, sem eftir lifðu.
Frásagnir um það, að byggðarlögunum á Grænlandi hafi
farið hnignandi, er helzt að finna í nokkrum skjölum páfa-
stólsins. Vér komum hér með nokkur dæmi.
Árið 1276 fær John páfi XXI. bréf frá erskibiskupnum
í Niðarósi. Bréf þetta hefir ekki fundizt enn í skjalasafni