Skírnir - 01.01.1940, Síða 146
Skírnir
Hvernig- eyddist byggð íslendinga
143
Árið 1492 gaf Alexander VI., sem þá var nýsetztur í
veldisstól Péturs, út nokkurskonar vonarbréf til Matthí-
asar, biskupsefnis, sem var í þann veginn að helga sig því
starfi, að endurlífga kirkjuna á Grænlandi. Páfinn get-
ur þess, að meðan hann hafði að eins hinar lægri vígslur
(um 1456), hafi hann haft sérstakan áhuga á græn-
lenzku kirkjunni, og þegar hann var orðinn biskup, hafi
hann átt þátt í því, að hinn kæri bróðir þeirra, Matthías,
var kjörinn biskup yfir Grænlandi. Áhugi hans á þessu
máli sé enn hinn sami, eftir að hann sé orðinn páfi, og að
hann sé áhyggjufullur út af hinu hörmulega ástandi
kirkjunnar á Grænlandi, því að þar hafi enginn prestur
verið búsettur síðustu 80 árin — ekkert skip hafi siglt
til landsins á því tímabili. Grænlendingar, sem „hafa
komizt á að lifa á harðfiski og mjólk, af því að þá vanti
brauð, vín og viðsmjör“, hafi í mörgum tilfellum, sem
afleiðing af þessu, hafnað hinu heilaga skírnarheiti sínu.
Þessi skoðun, að nýlenda N'orðurálfubúa hafi eyðzt
vegna þess að verzlunin við Evrópu hætti, vegna árása
»,sjóræningja“ (eins og eitt bréfið kemst að orði), þ. e.
Eskimóa, og að Svartidauði hafi ef til vill stuðlað að því,
hefir haldizt við allt fram á vora daga, unz 1935 að Poul
Nörlund gerir henni það gagn, að koma fram með eðli-
lega ályktun, sem í hans augum er hárnákvæmur úr-
skurður, byggður ekki einungis á fornfræði og jarðfræði,
heldur einnig á lífeðlisfræði og næringarfræði.
Nörlund og aðrir ekki eins nýir útskýrendur hafa sett
nýjar umgerðir um mynd þá, sem ívar Bárðarson, Egede
og Rink hafa dregið upp. Ein er sú, að loftslag hafi
breytzt til hins verra á Suðvestur-Grænlandi eftir að
bar var numið land, að fátækt og matvæiaskortur hafi
leitt að nokkru leyti af því að ísinn jókst við landið, þar
Urðu hafþök af rekís, við það dró úr gróðrinum, bæði á
haglendi og slægjum, sumurin urðu styttri og kaldari,
fbamleiðslan minnkaði — þar af leiddi að minna varð
Uln gjaldmiðil til þess að verzla við þau skip, er frá