Skírnir - 01.01.1940, Page 147
144
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
Evrópu komu með vörur, og erfitt að sigla skipunum
vegna íssins.
Eftir þessari kenningu á verzlunin að hafa rénað
vegna þessara eðlilegu ástæðna og vegna norsku ein-
okunarinnar. Af því leiddi líkamlega hnignun, eins og
fornfræðingarnir hafa sýnt, sérstaklega með b.einagrind-
um, þar sem merki sáust um beinkröm og annan sjúk-
leika, er stafaði af skorti. Hér er ekki lengur um kenn-
ingu að ræða, segir Nörlund, því að þetta er raunveru-
lega sannað, eftir beinagrindunum, að fólkinu hefir
hnignað v.egna of lítillar næringar — ályktunin er því
sú, að þó að Eskimóar haldi fullri heilbrigði með því að
lifa eingöngu á keti, geti Norðurálfubúar það ekki, og
að skortur hafi orðið á kornmeti og öðrum fæðuefnum
úr jurtaríkinu, sem Grænlendingar þörfnuðust til þess
að halda heilbrigði sinni, þegar dró úr verzluninni.
En í stað þess að flestir þeirra, sem haldið hafa fram
sömu skoðun og Nörlund fylgir, hafa áður talið, að
byggð norrænna manna muni hafa verið eydd með öllu
á öndverðri 15. öld, þá kannast Nörlund við, að margt
bendi til, og jafnvel beinlínis sanni það, að evrópsk
menning, borin uppi af kristnum mönnum, björtum yfir-
litum, hafi verið í suðvestanverðu Grænlandi að minnsta
kosti þrjátíu árum eftir daga Kolumbusar.
Vér höfum nú dvalið alllengi við það, sem um langan
aldur hefir verið talið hin eina rétta skoðun. Vér kom-
um nú að gagnstæðri skoðun, sem oft er kölluð ný, en
hefir þó verið haldið fram öðru hvoru að minnsta kosti
síðan 1776.
Helzta árásin á þá kenningu, sem Norðmaðurinn Eg-
ede kom fyrstur manna fram með og fullkomnuð var af
Dananum Nörlund, kom frá Norðmanninum Fridtjof
Nansen á ýmsum tímum, en þó sérstaklega í bókinni
Nord i taakeheimen (1911). En þegar ég var að starfa
að því að tímasetja fyrirrennara Frobishers fyrir bók-
ina The Three Voyages of Martin Frobisher (Argonaut
1938), rekst ég á nokkra fyrirrennara Nansens. Ég ætla