Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 149
146
Vilhjáhnur Stefánsson
Skírnir
hafi Eskimóar verið hvítum mönnum sterkari fyrir pest-
ina, hafi þeir orðið þeim veikari eftir hanfi. Hann segir
þetta ekki berum orðum, en skoðun hans er auðsjáan-
lega sú, að ef hér hafi verið um Svartadauða að ræða,
hefði verið eðlilegra að álykta svo, að Evrópumenn hefðu
drepið þá fáu Eskimóa, sem eftir lifðu.
Næsta fjarstæðan, segir Egill, er sú hugmynd, að
,,Skrælingjar“ eða „sjóræningjar“ þeir, er páfinn getur
um, hafi verið Eskimóar. Hvað getur verið kátlegra en
að halda því fram, að Eskimóar hafi á ,,skipum“ sínum
að eins getað ráðizt á þá Evrópumenn, sem bjuggu úti
á andnesjum, en gátu ekki komizt til þeirra, er bjuggu
lengst inni í fjörðum. Þvert á móti, segir hann, Eskimó-
ar gátu áreiðanlega komizt inn í hvern þann afkima,
þar sem hvítir menn héldu til. Skrælingjar þeir, sem páf-
inn getur um að tekið hafi fanga úti við f jarðarmynnin,
en ekki komizt inn í firðina, hljóta að hafa verið Evrópu-
menn á stórum skipum. Þeir hafa ef til vill ekki haft
neinn kunnugan mann til þess að leiðbeina sér og því
ekki hætt sér inn í hina þröngu firði.
Egill kemur að þeirri frásögn páfa, að Skrælingjarnir
hafi tekið fanga, er þeir hafi skilað aftur eftir nokkur
ár. Hann álítur það fjarstæðu að ætla, að Eskimóar hafi
hernumið menn og flutt þá burtu. En við því mátti ein-
mitt búast af evrópskum sjóræningjum á 14. öld. Alveg
gagnstætt réttri hugsun væri að halda, að Eskimóar færu
að skila aftur hernumdu fólki, en aftur á móti gat það
vel átt sér stað um Evrópumenn.
Agli finnst það fjarstætt, eða að minnsta kosti varla
hugsanlegt, að Evrópumenn og Eskimóar hafi verið
fjandsamlegir hverir öðrum og að árásin hafi verið af
Eskimóa hálfu. Hann segir, að eftir þeim kynnum, sem
hann hafi haft af þessu fólki, hallist hann miklu frekar
að því, að það hafi verið vingjarnlegt, hjálpfúst, aðlað-
andi. Egill þekkti það úr íslendingasögunum, hve hroka-
fullir landnemarnir höfðu verið heimafyrir. En hann
telur líklegt að á Grænlandi, þegar lífskjörin breyttust,