Skírnir - 01.01.1940, Side 150
Sl'.h nii
Hvernig- eyddist byggð íslendinga
147
hafi þeir orðið mildari og lagað sig þannig eftir aðstæð-
unum, að þeir hafi verið eins fúsir til vináttu við Eski-
móana og Eskimóarnir við þá.
Ef vér föllumst á skoðun Egils, leiðir það til þess að
ætla, að ívar Bárðarson hafi haft rangt fyrir sér, er hann
hélt að Eskimóar hefðu eytt Vestribyggð, að það sé rang-
skilið í skjölum páfastólsins (eða misskilningur í sjálf-
um skjölunum) að Norðurálfumenn á Grænlandi hafi
orðið fyrir árásum Eskimóa, og að það sé rangt hjá
hverjum þeim, sem heldur því fram, að nýlendan hafi
verið eydd, ef það er skilið þann veg, að íbúarnir hafi
verið stráfelldir. Það, sem gerðist, var að þegar dró úr
verzluninni við Evrópu, tóku hinir .evrópsku nýlendu-
búar smám saman upp menningu Eskimóa, blönduðust
þeim og hurfu í þeim skilningi, að menning þeirra hvarf.
Svo virðist sem norski þjóðfélagsfræðinguiúnn og sagn-
fræðingurinn Eilert Sundt hafi ekki þekkt til Egils Þór-
hallasonar, en í skýringargrein í útgáfu á dagbókum
Hans Egedes (Kristiania 1860) kemur hann með varla
rueira en helming af röksemdaleiðslu Egils, en kemst þó
að sömu niðurstöðu.
Sundt drepur á það, að meðal Norðmanna þeirra, sem
eiga heima á Finnmörk, í heimkynnum Lappa í Noregi,
fari strax að bera á því eftir fyrstu kynslóðina, að þeir
fari að meta Lappana, þeim finnist þeir happasælli og
að því leyti meiri menn; því kvænist norskir menn
lappneskum stúlkum, og ekki aðeins það, heldur kjósi
uorskar stúlkur sér frekar Lappa að eiginmönnum, af
hví að þeir eru vanari landsháttum og sjá sér betur borg-
ið. Því spyr Sundt, hvaða ástæðu höfum vér til að ætla,
að nútíma Norðmenn séu ólíkir Norðmönnum þeim, eða
Fiönnum af norskum kynstofni, er bjuggu í Grænlandi
a miðöldunum? Evrópsk menning mun ekki hafa átt við
grænlenzkar ástæður og menn urðu því happasælli, því
fongsælli, sem þeir sömdu sig meir að háttum Eskimóa.
Hér stóð því eins á og með Lappana, er Sundt þekkti af
eigin raun, að norrænir menn hafa kvænzt Eskimóakon-
10*