Skírnir - 01.01.1940, Side 151
148
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
um, og eins á hinn bóginn, að norrænar konur hafa að
eigin vilja ekki síður gifzt Eskimóum en mönnum af sín-
um kynþætti.
Sundt lýkur máli sínu með því að segja, að það sé
raunalegt og viðkvæmt mál að Hans Egede, sem þráði
ekkert frekar en að finna leifar hinna fornu íslenzku
landnema, hljóti að hafa séð (án þess að gera sér grein
fyrir því, er hann sá) marga menn, er báru með sér skýr
merki þess að þeir væri að nokkru leyti af evrópskum
uppruna. Egede sýnir fram á það, án þess að vita af því
sjálfur, að hann hafi öðru hverju séð evrópskan svip á
Eskimóunum í Grænlandi 1721, er hann segir: ,,Bæði
menn og konur eru breiðleit og með þykkar varir; þau
hafa flatt nef og eru dökk að yfirlitum. Þó eru sum
þeirra aðlaðandi og ljós að yfirlitum".
Svo er að sjá, þó að hálf-broslegt sé, að það sé deilu-
efni milli þjóða, hvort hinir norrænu íbúar Grænlands
hafi horfið af því að þeim hafi verið gereytt eða að þeir
hafi blandazt Eskimóum, því að flestir Danir halda fram
þeirri skoðun, að þeir hafi verið upprættir, en flestir
Norðmenn aftur á móti hinni skoðuninni, um blóðblönd-
unina. Þó eru hér markverðar undantekningar. Til dæm-
is er Daninn Gustav Meldorf (1906) sammála þeim rit-
höfundum, er síðustu 150 árin hafa haldið fram þeirri
skoðun, að ,,Skrælingja“-árásin á Grænlendinga hafi
verið gerð af evrópskum sjóræningjum eða skipum, sem
höfðu leyfi til að ræna skip óvinaþjóðar. Hann álítur, að
ef til vill hafi þeir nýlendubúar, sem komust undan ræn-
ingjunum, verið í vinfengi við Eskimóana og að lokum
blandazt þeim. Hann getur um Egil Þórhallason og virð-
ist hafa kynnt sér skoðun hans, þó að það verði ekki séð,
að hann hafi lesið viðbætinn við bók hans.
Eins og áður er getið, var árásin á eyðingarkenning-
una, sem heimurinn hefir helzt hallazt að, gerð af Nan-
sen í Nord i taakeheimen. Hann notar sömu sönnunar-
gögn og þeir Egill og Sundt, styður þau með lærdómi
sínum og bætir nokkrum atriðum við frá eigin brjósti.